Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Blaðsíða 75
fannfergi og frosti. Sá Þorsteinn vart út úr augum, en hélt þó áfram
göngunni eins og ekkert hefði í skorist.
Víkur nú sögunni til Hafnarfjarðar. Þar biðu þrjár óþreyjufullar vist-
konur eftir fjórða manni og þegar enginn hafði spumir af Þorsteini var
Björgunarsveit Kvæðamannfélags Gullbringu- og Kjósarsýslu send af
stað með sporhundinn Braga. En þótt víða væri leitað fannst ekki Þor-
steinn fyrr en á tólfta degi, matarlaus og illa á sig kominn. Hafði hann
verið á stöðugri göngu, en aldrei áttað sig á kennileitum né fundið skjól
fyrir veðrinu. Þegar leitarmenn fundu Þorstein var hann þrekaður nokkuð
og dofinn í fótum. Vildu þeir leiða Þorstein, en hann bandaði frá sér og
kastaði fram þessari vísu:
Freðinn er ég fram í nef,
fjarri heimasætur;
meðan ylja stuðla-stef
stend ég samt í fætur.
Var sem nýtt líf færðist í Þorstein við að kveða vísuna. Gat hann síðan
gengið hjálparlaust til byggða.
Arngrímur Pálsson, kaupmaður á Hverfísgötunni, var einn Björgun-
arsveitarmanna sem fundu Þorstein. Amgrímur býr nú á Eyrarholti í
Hafnarfirði og hefur útsýni yfir Faxaflóa. Ég bar undir hann vísu Þor-
steins, eins og ég hafði heyrt hana, þar sem ég hafði vissar gmnsemdir
um að hún hefði brenglast eih'tið á vömm fólks. Efnislega telur Amgrím-
ur vísuna rétta, en segir þó að hún hafi tekið smávægilegum breytingum.
Hann man vísu Þorsteins svona:
Stakan veitir stundaryl,
styrkir þá sem vona;
aldrei fráhverf, alltaf til
einsog skyndikona
Mun Þorsteinn hafa verið til sjós í ungdæmi sínu.
Bróðir Amgríms kaupmanns á Hverfisgötunni er Anton Pálsson,
læknir á Hvolsvelli. Anton, sem um tíma var kunnur fyrir „kómedíur“
sínar meðal leikfélagsmanna víða um land, gegndi um árabil stöðu við
sjúkrahúsið á Raufarhöfn, en hafði þó öll árin eigin praktík á efri hæð
TMM 1993:1
65