Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Blaðsíða 87
Úlfhildur Dagsdóttir
Fugl á grein, Sjón og erótík
í þessari grein er kynnt óvenjuleg birtingarmynd erótíkur í skáldsögum Sjóns,
Stálnótt (1987) og Engli, pípuhatti og jarðarberi (1989). Kynntar eru hugmyndir um
blóðsugur sem tengjast sögum hans og er meðal annars stuðst við kenningar
Georges Bataille um erótík og minni í þjóðsögum og tvífarasögum.
Franski spekingingurinn og rithöfundurinn
Georges Bataille hefur aukið þó nokkuð við
hugmyndir fólks um erótík í skrifum sínum,
allt frá klámsögunni Histoire d’Oeil (1928)
til fræðiverkanna L’erotisme (1957) og Les
annes d’Eros (1961). í L’erotisme skoðar
Bataille tengsl trúarbragða og erótíkur, og
hvemig kristin bannhelgi og þráin eftir að
brjóta slíka helgi, sem eru tvær hliðar á
sömu mynt, togast á í manninum og stýra
lífi hans.
Þau verk sem hér verður íjallað um útfrá
kenningum Bataille eru báðar skáldsögur
Sjóns (Siguijóns Birgis Sigurðssonar),
Stálnótt (1987) og Engill, pípuhattur og
jarðarber (1989). Sjón er fæddur nítján-
hundmð sextíu og „tvö, tuttugasta og sjö-
unda ágúst“ — svo vísað sé til upphafsorða
Stálnœtur. Hann var einn af meðlimum
Medúsuhópsins, sem kenndi sig öðm frem-
ur við súrrealisma á 9. áratugnum. Erótíkin
var súrrealismanum hugleikin, og svo er og
um Sjón, sem hefur fyllt verk sín erótík
bæði með meðferð texta og að efni.
Það er sérstaklega gaman að bera þá Sjón
og Bataille saman að því leyti að þó kenn-
ingar Bataille falli vel að verkum Sjóns, er
sá höfuðmunur á að í verkum Sjóns kristall-
ast sá leikur og léttleiki sem Bataille boðar
að mínu mati — en vantar þó gersamlega í
verk Bataille sjálfs.
Bataille hugsar sér að erótík sé nátengd
dauðanum. Að sögn hans er hún í eðli sínu
frjósöm, að því leyti að hún miðar að sköp-
un nýs lífs, samfarir leiða til getnaðar, og líf
vísar ævinlega á dauða, því allir deyja einn
góðan veðurdag. Dauðinn er ekki endir í
sjálfu sér, heldur vísar áfram á líf, vísar í
hringrás lífsins sem krefst þess að einn deyi
til að annar fæðist.1 Fullnæging ber í sér
dauðabragð samkvæmt Bataille, hún er
„litli dauði“, því í henni skynjar maðurinn
að hann deyr (einhverntíma alveg) (bls.
100-103). Enn er annar dauði í hugtakinu
TMM 1993:1
77