Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Blaðsíða 87

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Blaðsíða 87
Úlfhildur Dagsdóttir Fugl á grein, Sjón og erótík í þessari grein er kynnt óvenjuleg birtingarmynd erótíkur í skáldsögum Sjóns, Stálnótt (1987) og Engli, pípuhatti og jarðarberi (1989). Kynntar eru hugmyndir um blóðsugur sem tengjast sögum hans og er meðal annars stuðst við kenningar Georges Bataille um erótík og minni í þjóðsögum og tvífarasögum. Franski spekingingurinn og rithöfundurinn Georges Bataille hefur aukið þó nokkuð við hugmyndir fólks um erótík í skrifum sínum, allt frá klámsögunni Histoire d’Oeil (1928) til fræðiverkanna L’erotisme (1957) og Les annes d’Eros (1961). í L’erotisme skoðar Bataille tengsl trúarbragða og erótíkur, og hvemig kristin bannhelgi og þráin eftir að brjóta slíka helgi, sem eru tvær hliðar á sömu mynt, togast á í manninum og stýra lífi hans. Þau verk sem hér verður íjallað um útfrá kenningum Bataille eru báðar skáldsögur Sjóns (Siguijóns Birgis Sigurðssonar), Stálnótt (1987) og Engill, pípuhattur og jarðarber (1989). Sjón er fæddur nítján- hundmð sextíu og „tvö, tuttugasta og sjö- unda ágúst“ — svo vísað sé til upphafsorða Stálnœtur. Hann var einn af meðlimum Medúsuhópsins, sem kenndi sig öðm frem- ur við súrrealisma á 9. áratugnum. Erótíkin var súrrealismanum hugleikin, og svo er og um Sjón, sem hefur fyllt verk sín erótík bæði með meðferð texta og að efni. Það er sérstaklega gaman að bera þá Sjón og Bataille saman að því leyti að þó kenn- ingar Bataille falli vel að verkum Sjóns, er sá höfuðmunur á að í verkum Sjóns kristall- ast sá leikur og léttleiki sem Bataille boðar að mínu mati — en vantar þó gersamlega í verk Bataille sjálfs. Bataille hugsar sér að erótík sé nátengd dauðanum. Að sögn hans er hún í eðli sínu frjósöm, að því leyti að hún miðar að sköp- un nýs lífs, samfarir leiða til getnaðar, og líf vísar ævinlega á dauða, því allir deyja einn góðan veðurdag. Dauðinn er ekki endir í sjálfu sér, heldur vísar áfram á líf, vísar í hringrás lífsins sem krefst þess að einn deyi til að annar fæðist.1 Fullnæging ber í sér dauðabragð samkvæmt Bataille, hún er „litli dauði“, því í henni skynjar maðurinn að hann deyr (einhverntíma alveg) (bls. 100-103). Enn er annar dauði í hugtakinu TMM 1993:1 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.