Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Blaðsíða 95
Camille Paglia
Madonna — loksins
sannur femínisti
Madonna, ekki predika.
í sjónvarpsþætti í síðustu viku var Mad-
onna að veija umdeilt nýtt músíkmyndband
sitt, „Justify My Love“, og hún tafsaði og
hikaði í orðum sínum og virtist mun treg-
gáfaðri en hún er í raun og veru.
Viðurkenndu það, Madonna.
Myndbandið er klámkennt. Það er úr-
kynjað. Og frábært. Það var rétt hjá MTV
að banna þetta band og löngu tímabært.
Foreldrar geta með engu móti haft eftirlit
með öllu sem sjónvarpið sýnir, enda eru
sjónvarpstæki alls staðar.
Sjónvarpsmaðurinn Forrest Sawyer vildi
grennslast fyrir um ábyrgð Madonnu sem
listamanns, og þá lýsti hún fjálglega ást
sinni á bömum, félagslegri baráttu sinni og
áróðri sínum fyrir notkun smokksins. Það
var rangt svar. Því eins og Baudelaire og
Oscar Wilde vissu ber hvorki listinni né
listamanninum nein siðferðisleg skylda til
að styðja frjálslyndan þjóðfélagsmálstað.
„Justify My Love“ er sönn framúrstefna
á tímum þegar það orð hefur glatað merk-
ingu sinni í loðmullulegum listheimi. Þar
birtist lostafull framkoma hins veraldar-
vana Evrópumanns og minnir helst á evr-
ópsku stórmyndimar frá 6. og 7. áratugn-
um. En það breytir ekki því, að þetta band
er ekki við hæfi á tónlistarstöð sem börn
horfa á allan sólarhringinn.
í sjónvarpsþættinum „Nightline“ kallaði
Madonna vídeóbandið „óð til kynlífsins“,
hvemig sem á því stendur. Hún gerði sér í
hugarlund ljúfar fræðslustundir þar sem
fróðleiksfús böm spyrðu pabba og mömmu
um myndbandið. En ætli það sé nú líklegt?
Bjóst Madonna kannski við samtali á þenn-
an veg: „Mamma, viltu segja mér frá þess-
um þreytulega, hlekkjaða karli í leður-
búningnum og brjóstaberu konunni með
nasistahúfuna?" „Já, elskan mín, strax og
þú ert búin með kókóið og smákökumar.“
Sjónvarpsmaðurinn spurði Madonnu
hvað henni þætti um ásakanir femínista,
sem segja að atriði í eldra myndbandi henn-
ar, „Express Yourself‘, þar sem hún skríður
á gólfi með jám um hálsinn, hafi hún styrkt
,,niðurlægingu“ og „lítillækkun" kvenna.
Madonna barst undan: „Já en ég hlekkjaði
mig sjálf! Það er ég sem stjórna.“ — Nja,
eiginlega ekki. Myndstjómandinn Mad-
onna valdi eflaust keðjuna, en kynferðis-
leikarinn Madonna í myndbandinu er ýmist
stjómsöm valkyrja eða ambátt gimdar karl-
mannsins.
En hvaða máli skiptir svosem hvað
femínistar segja, hvort sem er? Þeir hafa
TMM 1993:1
85