Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Blaðsíða 33
Síðan víkur hún að fyrirboðum ragna-
raka. Þjóðfélag manna er í upplausn, ógæfa
guða hendir menn: Bræður munu beijast.
Æsir þinga, dvergar stynja og rata ekki
lengur um björgin, flæmast út á berangur;
allir eru skelfingu lostnir, en Heimdallur
skynjar hættuna um síðir og blæs í nýfengið
hom sitt. Greint er frá liðssafnaði jötna og
viðureign einstakra goðmagna við óvættir;
slíkar frásagnir eiga hliðstæðu í írönskum
og indverskum trúarbrögðum. Óðinn berst
við Fenrisúlf og fellur, Þór vegur Mið-
garðsorm, en lætur lífíð litlu seinna,
Heimdallur tekst á við Loka, og farast báðir.
En höfuðbaráttan er í raun milli Freys og
Surts, hins ljósa og dökka, fijósemi og tor-
tímingar, lífs og dauða. Dauði Freys er ósig-
ur lífins. Með skáldlegum tilþrifum og
myndrænni nákvæmni lýsir höfundurenda-
lokum heimsstöðvar, halir troða helveg, og
um síðir sekkur jörð í sjó.
Ý msar vísur í þessum hluta kunna að vísa
til dýrkunar goðmagna, þótt sá þráður sé
núna mjór. Rýður ragna sjöt / rauðum
dreyra, stendur í 41. vísu. Það kann að vísa
til þess háttar manna að stökkva blóði fóm-
ardýra á menn, goðalíkneski og amboð,
enda var blóð heilagt, sjálfur lífsvökvinn;
heimildir um slíkt kunna á hinn bóginn að
vera litaðar af kaþólskum sið: að steinka
með vígðu vatni.
Vísur nr. 42 og 43 em sérstakar í þessum
hluta kvæðis. Þar er ógæfan að bresta á, þrír
hanar kveðja menn til dáða: fagurrauður
Fjalar í jötunheimum, Gullinkambi í Ás-
garði, sótrauður hani að sölum Heljar. Han-
ar eru ófriðarfuglar. Þeir vekja menn af
svefni og kalla þá til orrnstu, þrír hanar,
hver sinn her, og Heljarsinnar fylgja jöm-
um.
Hani, Hænir, skyldleikinn virðist augljós,
,,e.t.v. fremur skylt hæna . . . hvort sem
nafngiftin á við einhverskonar hanaguð eða
lokkandi eða göldrótta goðveru“ segir í Is-
lenskri orðsijjabók. Hænis er ekki oft getið
í goðsögnum. Hann var þó með Óðni og
Lóðri þegar þeir gáfu Aski og Emblu líf,
sem örlagadísimar fullkomnuðu; Hænir gaf
fyrstu mönnum óð, guðdómsneista, sem
kalla mætti sál. Hann er gíslaður vönum
skv. Snorra-Eddu eftir stríð þeirra við æsi.
Hann er í fylgd með Óðni og Loka þegar
hinn síðasttaldi lendir í hremmingum og
lofar jömum að færa þeim Iðunni og eplin.
Þeir vom líka á ferðalagi þegar þeir drápu
oturinn og urðu að gjalda fyrir hann otur-
belginn fullan og kaffærðan í gulli.
í Skáldskaparmálum Snorra er ýmislegt
óljóst um Hæni. Hann skal kalla sessa eða
sinna eða mála Oðins, sessunaut, fylgdar-
mann eða málvin Oðins, en einnig má nefna
hann hinn skjóta ás, hinn langa fót og aur-
konung. Þetta er óljóst, en tengslin við Óðin
em sterk.
Hænir kemur við sögu í veröld hinni
fögm, sem rís úr hafi eftir ragnarök:
Þá kná Hænir
hlautvið kjósa .. .
Þetta lýtur að þeim hætti að rýna inn í
framtíðina, spá. Að sögn Tacitusar hins
rómverska vættu germanir tréspæni í blóði
og vörpuðu þeim á voð, og eftir ákveðnum
reglum leituðu kunnugir fregna af framtíð.
Þetta var mikilvægt hlutverk, og meðal ása
í nýrri veröld fellur það í hlut Hænis.
En þessi tvö vísuorð má túlka á aðra lund:
að hér sé vígt nýtt heimstré, sem vex upp í
túnjaðrinum hjá ásum. Þeir velja það og þar
TMM 1993:1
23