Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Blaðsíða 33

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Blaðsíða 33
Síðan víkur hún að fyrirboðum ragna- raka. Þjóðfélag manna er í upplausn, ógæfa guða hendir menn: Bræður munu beijast. Æsir þinga, dvergar stynja og rata ekki lengur um björgin, flæmast út á berangur; allir eru skelfingu lostnir, en Heimdallur skynjar hættuna um síðir og blæs í nýfengið hom sitt. Greint er frá liðssafnaði jötna og viðureign einstakra goðmagna við óvættir; slíkar frásagnir eiga hliðstæðu í írönskum og indverskum trúarbrögðum. Óðinn berst við Fenrisúlf og fellur, Þór vegur Mið- garðsorm, en lætur lífíð litlu seinna, Heimdallur tekst á við Loka, og farast báðir. En höfuðbaráttan er í raun milli Freys og Surts, hins ljósa og dökka, fijósemi og tor- tímingar, lífs og dauða. Dauði Freys er ósig- ur lífins. Með skáldlegum tilþrifum og myndrænni nákvæmni lýsir höfundurenda- lokum heimsstöðvar, halir troða helveg, og um síðir sekkur jörð í sjó. Ý msar vísur í þessum hluta kunna að vísa til dýrkunar goðmagna, þótt sá þráður sé núna mjór. Rýður ragna sjöt / rauðum dreyra, stendur í 41. vísu. Það kann að vísa til þess háttar manna að stökkva blóði fóm- ardýra á menn, goðalíkneski og amboð, enda var blóð heilagt, sjálfur lífsvökvinn; heimildir um slíkt kunna á hinn bóginn að vera litaðar af kaþólskum sið: að steinka með vígðu vatni. Vísur nr. 42 og 43 em sérstakar í þessum hluta kvæðis. Þar er ógæfan að bresta á, þrír hanar kveðja menn til dáða: fagurrauður Fjalar í jötunheimum, Gullinkambi í Ás- garði, sótrauður hani að sölum Heljar. Han- ar eru ófriðarfuglar. Þeir vekja menn af svefni og kalla þá til orrnstu, þrír hanar, hver sinn her, og Heljarsinnar fylgja jöm- um. Hani, Hænir, skyldleikinn virðist augljós, ,,e.t.v. fremur skylt hæna . . . hvort sem nafngiftin á við einhverskonar hanaguð eða lokkandi eða göldrótta goðveru“ segir í Is- lenskri orðsijjabók. Hænis er ekki oft getið í goðsögnum. Hann var þó með Óðni og Lóðri þegar þeir gáfu Aski og Emblu líf, sem örlagadísimar fullkomnuðu; Hænir gaf fyrstu mönnum óð, guðdómsneista, sem kalla mætti sál. Hann er gíslaður vönum skv. Snorra-Eddu eftir stríð þeirra við æsi. Hann er í fylgd með Óðni og Loka þegar hinn síðasttaldi lendir í hremmingum og lofar jömum að færa þeim Iðunni og eplin. Þeir vom líka á ferðalagi þegar þeir drápu oturinn og urðu að gjalda fyrir hann otur- belginn fullan og kaffærðan í gulli. í Skáldskaparmálum Snorra er ýmislegt óljóst um Hæni. Hann skal kalla sessa eða sinna eða mála Oðins, sessunaut, fylgdar- mann eða málvin Oðins, en einnig má nefna hann hinn skjóta ás, hinn langa fót og aur- konung. Þetta er óljóst, en tengslin við Óðin em sterk. Hænir kemur við sögu í veröld hinni fögm, sem rís úr hafi eftir ragnarök: Þá kná Hænir hlautvið kjósa .. . Þetta lýtur að þeim hætti að rýna inn í framtíðina, spá. Að sögn Tacitusar hins rómverska vættu germanir tréspæni í blóði og vörpuðu þeim á voð, og eftir ákveðnum reglum leituðu kunnugir fregna af framtíð. Þetta var mikilvægt hlutverk, og meðal ása í nýrri veröld fellur það í hlut Hænis. En þessi tvö vísuorð má túlka á aðra lund: að hér sé vígt nýtt heimstré, sem vex upp í túnjaðrinum hjá ásum. Þeir velja það og þar TMM 1993:1 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.