Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Blaðsíða 49

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Blaðsíða 49
á snilld sagnritaranna og á óskum viðtak- enda skiptir meginmáli í greiningu á þess- um textum, eins og Preben Meulengracht Sprensen segir: Forsendumar [fyrir stöðugleikanum í list íslenskra sagnamanna] er að finna í lífinu á íslenska sveitabænum (...) þar sem menn hljóta að hafa stundað sagnalist kvöld eftir kvöld, öld fram af öld. Ekki varð til sérstakt umhverfi eins og í klaustrum eða við bisk- upsstóla eða við hirð Hákonar Hákonarson- ar á 13. öld. Sagnahefð Islendinga var alltaf nátengd almenningi. Allir máttu hlusta, bændur og hjú, konur og karlar, lærðir og leikir.10 Þjóðerniskennd íslendinga reis hátt ára- tuginn fyrir og eftir 1944 er hér var stofnað lýðveldi. Frá því snemma á öldinni hafði þjóðin verið að móta nýja sjálfsmynd og var það verk nýrrar kynslóðar menntamanna öðrum fremur. Um leið gat þjóðin losað sig undan aldalöngum yfirráðum Dana og tek- ist á við eigin fortíð. Aðlögun af þessu tagi átti sér óvíða stað í Norður-Evrópu á árun- um fyrir seinni heimsstyrjöldina og því hafa fáir náð að átta sig vel á þróun mála á íslandi. Þó áttu líkir atburðir sér stað í Mið- og Austur-Evrópu á sama tíma, og slíkt hefur auðvitað líka komið fram í nýlendum sem fengið hafa frelsi á síðustu áratugum. f þessu ferli felst að þjóð varpar af herðum sér menningarsögu sem hefur réttlætt er- lend yfirráð og skapar sér nýja.11 Ný ríki sem losna undan nýlendukerfínu hafa tilhneigingu til að fylgja ákveðnu mynstri í þróun sinni. Þær mynda sýn á sögu sína sem er andstæð þeirri sem hin ,,menningarlega“ herraþjóð hefur þvingað inn á hana fram að því. Af innsæi sínu skildu mennta- og fræðimenn í Reykjavík, sem þá var að verða borg, að breytingar af þessu tagi voru brýnar. Þjóðin varð nú að skilgreina samband sitt við evrópska menn- ingu án milligöngu Dana. ísland, sem var að rífa sig laust frá Danmörku, varð að fínna sér stað í menningarlandslagi Evrópu. íslendingasögur voru viðamikið safn frá- sagna sem tengdust öllum helstu fjörðum, dölum og héruðum landsins og því fólst í þeim ágætur grundvöllur nýrrar þjóðarvit- undar. Þá kom sér vel að sögurnar féllu illa að þekktum bókmenntategundum annars staðar, þær eru hvorki þjóðsögur né sagna- kviður og auk þess mjög frábrugðnar ann- álum og rómönsum. íslenski skólinn og heimildagildi sagnanna Fomsögumar em textasafn sem hentar af- bragðsvel til rannsókna á bókmenntum og samfélagi.13 Engu að síður er hin langvinna útskúfun fomsagna úr félagslegri og sögu- legri greiningu að hluta enn í gildi. Þessi útilokun á rætur að rekja til þeirra fræði- manna og sjónarmiða sem nú em nefnd „íslenski skólinn". Þessir fræðimenn urðu áberandi á fyrri hluta 20. aldar og boðuðu bókfestukenninguna, þá hugmynd að Is- lendingasögur væru skrifuð skáldverk, sem hefðu komið seint til, fremur en afurð langrar munnlegrar geymdar. Finna má vísi að kenningum íslenska skólans hjá þýska fræðimanninum Konrad Maurer á 19. öld. Síðar voru þær ummótaðar mjög af Bimi M. Ólsen, sem var skipaður fyrsti prófessor Háskóla fslands í íslensku og íslenskum bókmenntum árið 1911. Öflugasti málsvari bókfestukenningarinnar varð hins vegar Sigurður Nordal.14 Árið 1921 tók Sigurður við prófessorsstöðunni af Bimi og undir forystu hans komst þessi hreyfing á fullan TMM 1993:1 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.