Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Blaðsíða 49
á snilld sagnritaranna og á óskum viðtak-
enda skiptir meginmáli í greiningu á þess-
um textum, eins og Preben Meulengracht
Sprensen segir:
Forsendumar [fyrir stöðugleikanum í list
íslenskra sagnamanna] er að finna í lífinu á
íslenska sveitabænum (...) þar sem menn
hljóta að hafa stundað sagnalist kvöld eftir
kvöld, öld fram af öld. Ekki varð til sérstakt
umhverfi eins og í klaustrum eða við bisk-
upsstóla eða við hirð Hákonar Hákonarson-
ar á 13. öld. Sagnahefð Islendinga var alltaf
nátengd almenningi. Allir máttu hlusta,
bændur og hjú, konur og karlar, lærðir og
leikir.10
Þjóðerniskennd íslendinga reis hátt ára-
tuginn fyrir og eftir 1944 er hér var stofnað
lýðveldi. Frá því snemma á öldinni hafði
þjóðin verið að móta nýja sjálfsmynd og var
það verk nýrrar kynslóðar menntamanna
öðrum fremur. Um leið gat þjóðin losað sig
undan aldalöngum yfirráðum Dana og tek-
ist á við eigin fortíð. Aðlögun af þessu tagi
átti sér óvíða stað í Norður-Evrópu á árun-
um fyrir seinni heimsstyrjöldina og því hafa
fáir náð að átta sig vel á þróun mála á
íslandi. Þó áttu líkir atburðir sér stað í Mið-
og Austur-Evrópu á sama tíma, og slíkt
hefur auðvitað líka komið fram í nýlendum
sem fengið hafa frelsi á síðustu áratugum.
f þessu ferli felst að þjóð varpar af herðum
sér menningarsögu sem hefur réttlætt er-
lend yfirráð og skapar sér nýja.11
Ný ríki sem losna undan nýlendukerfínu
hafa tilhneigingu til að fylgja ákveðnu
mynstri í þróun sinni. Þær mynda sýn á
sögu sína sem er andstæð þeirri sem hin
,,menningarlega“ herraþjóð hefur þvingað
inn á hana fram að því. Af innsæi sínu
skildu mennta- og fræðimenn í Reykjavík,
sem þá var að verða borg, að breytingar af
þessu tagi voru brýnar. Þjóðin varð nú að
skilgreina samband sitt við evrópska menn-
ingu án milligöngu Dana. ísland, sem var
að rífa sig laust frá Danmörku, varð að fínna
sér stað í menningarlandslagi Evrópu.
íslendingasögur voru viðamikið safn frá-
sagna sem tengdust öllum helstu fjörðum,
dölum og héruðum landsins og því fólst í
þeim ágætur grundvöllur nýrrar þjóðarvit-
undar. Þá kom sér vel að sögurnar féllu illa
að þekktum bókmenntategundum annars
staðar, þær eru hvorki þjóðsögur né sagna-
kviður og auk þess mjög frábrugðnar ann-
álum og rómönsum.
íslenski skólinn og heimildagildi
sagnanna
Fomsögumar em textasafn sem hentar af-
bragðsvel til rannsókna á bókmenntum og
samfélagi.13 Engu að síður er hin langvinna
útskúfun fomsagna úr félagslegri og sögu-
legri greiningu að hluta enn í gildi. Þessi
útilokun á rætur að rekja til þeirra fræði-
manna og sjónarmiða sem nú em nefnd
„íslenski skólinn". Þessir fræðimenn urðu
áberandi á fyrri hluta 20. aldar og boðuðu
bókfestukenninguna, þá hugmynd að Is-
lendingasögur væru skrifuð skáldverk, sem
hefðu komið seint til, fremur en afurð
langrar munnlegrar geymdar. Finna má vísi
að kenningum íslenska skólans hjá þýska
fræðimanninum Konrad Maurer á 19. öld.
Síðar voru þær ummótaðar mjög af Bimi
M. Ólsen, sem var skipaður fyrsti prófessor
Háskóla fslands í íslensku og íslenskum
bókmenntum árið 1911. Öflugasti málsvari
bókfestukenningarinnar varð hins vegar
Sigurður Nordal.14 Árið 1921 tók Sigurður
við prófessorsstöðunni af Bimi og undir
forystu hans komst þessi hreyfing á fullan
TMM 1993:1
39