Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Blaðsíða 122
nákomnari skáldskapur en áður, ljóð sem ganga
nærri skáldi og lesanda.
Mold í Skuggadal er heilsteypt bók og vand-
lega smíðuð, ljóð hennar eru tengd saman með
ítrekuðum myndum, minnum og yrkisefnum.
Gyrðir leyfir sér þar að vera persónulegri en í
fyrri bókum og þótt tónninn sé nokkuð drunga-
legur á stundum er hann líka hlýr og manneskju-
Leiðréttingar vegna villna
í 4. hefti 1992
Nokkrar prófarkavillur slæddust inn í grein
Bergljótar Soffíu Kristjánsdóttur í síðasta hefti.
I tilvitnunum á bls. 48 (hægra megin efst) og 56
eru felld úr orð án þess að alltaf komi þrípunktur
í staðinn, einnig hafa orðið stafvillur í orðum í
tilvitnunum (á bls. 54: ,,manns“ stendur í stað
„manna“; á bls. 56: „veruleika“ í stað „veru-
leiks“; „glutrun" í stað „glutran“; „afskipta“ í
stað „afskifta"; „mikils meiri hluta mannkyns“
í stað „mikils hluta mannkyns"). Þá stendur
ranglega í meginmáli greinarinnar (bls. 54) að
Atómstöðin hafi komið út árið 1947, en rétt er
1948 (hið rétta kemur reyndar fram aftanmáls).
I meginmáli vantar athugasemd númer 11, sem
á að koma á eftir orðunum „sundur frásögnina“
ofarlega á bls. 49, vinstra megin. Þá er athuga-
semd 25 ranglega sögð vera númer 27 á bls. 52.
legur. Auðvitað eru ljóðin misgóð eins og oft
vill verða, og sjálfsagt hefði mátt tína út nokkur
ljóð sem veikja bókina fremur en hitt, en það
kemur þó ekki verulega að sök. Mold í Skugga-
dal er í flesta staði mjög ánægjuleg bók og
merkur áfangi á skáldferli Gyrðis Elíassonar.
Sveinn Yngvi Egilsson
Ennfremur urðu eftirfarandi brengl í Athuga-
semdum á bls. 58-59: í athugasemd 11 á að
standa 65-66 (ekki 65-67); í nr. 19 á að standa
467 og 468 (ekki bara 467); í nr. 41 á að standa
109 í stað 108 og grein 41. með orðunum „Sama
stað.“ er ofaukið. Athugasemd 46 á að vísa í
síður 197 og 199 (ekki bara 197); grein 48 er
ranglega sögð númer 49 en athugasemd 48 á
hins vegar að vera svona: „Halldór Kiljan Lax-
ness. 1955. Dagur ísenn, 203.“ í grein 49 (sem
að réttu lagi á að vera nr. 48) er kommu ofaukið
milli nafnanna Wolfgang og Jeske og loks á að
standa Reality en ekki Realisty í heiti bókar eftir
Kracauer í fræðiritatali aftast.
Fáeinar aðrar villur eru í greininni, svo sem
þar sem ranglega er skipt milli lína, en þær má
telja minniháttar.
Samverkandi mistök hafa valdið þessum
brenglum, og eru lesendur beðnir velvirðingar
á þeim.
Ritstjóri
112
TMM 1993:1