Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Qupperneq 14

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Qupperneq 14
löngum tölum og ekki hefðu allir afborið ef Ási svarti hefði ekki lumað á fleyg sem innihélt eitthvað sýnu kröftugra en bleika bollusullið sem var verið að dreypa á gamalmennin; ég ætla ekki að fara lengra út í þá sálma hér enda ekki á færi nema meistarans sjálfs að segja slíkar sögur, auk þess sem margir þeirra sem eru hér staddir hafa eflaust einsog ég sjálfur verið svo heppnir að heyra þessa sögu einvhversstaðar á bilinu fimm til tíu sinnum, en það leiðir mig að einum af höfuðkostum Thors Vilhjálms- sonar, sem mig langar til að þakka honum fyrir hér, en það er hversu ólatur hann er að segja manni margoft sömu sögumar. Einhver kann að álíta að það sé frekar ljóður á ráði manna ef þeir tönnlast oft á því sama, og víst er það svo, ef á ferðinni em litlir íþróttamenn tungumálsins. En sögur Thors eru aftur á móti þess eðlis flestar hverjar að þær ekki aðeins þola að heyrast oft, heldur em þær jafnvel svo margslungnar að mönnum opnast nýjar víddir í hvert sinn sem þær ber á góma; um þær gildir hið sama og um Sturlunga sögu sem margir fullyrða að verði að lesa á hverju ári til að hennar verði notið til fullnustu. Allra mestur lúxus er þó að fá að fylgjast með því hvernig Thor formar þessar sögur sínar, þegar þær verða til úr einhverjum atvikum sem maður hefur jafnvel tekið þátt í sjálfur eða orðið vitni að, án þess að sjá þá sögulegu fleti á málunum sem Thor kemur auga á af löngu færi. Hann hringir kannski eitthvert kvöld, fullur hæðni eða hneykslunar vegna einhvers sem gerst hefur og við tengjumst sameiginlega. Og þá vill kannski svo til að maður getur bætt einhverju við það sem hann veit um málin, aukið inn nýjum fleti. Daginn eftir hittir maður svo Thor, og hann segir manni frá þessu uppá nýtt, ásamt viðbótum, meðal annars þeirri sem maður lagði til sjálfur. Og það sem maður hafði sjálfur lagt til frásagnarinnar verður líka undrunarefni, bæði vegna þess hvemig Thor orðar það, og líka því að þama em ýmis mismerkileg brot að raðast saman, og verða að sögu. En hún á enn langt í land, sagan er ekki tilsniðin enn, og Thor segir manni hana nokkrum sinnum í viðbót á næstu dögum, og alltaf hefur hún tekið framfömm, eitthvað hefur bæst við, röð sögu- þáttanna hefur verið breytt, orðalagið yddað, óþarfi og útúrdúrar hverfa, og sumu gleymir hann á snilldarlegan hátt; eitthvað sem hann hefur alltaf munað skýrt í fimm fyrstu útgáfunum er farið að skolast til í lokagerðinni; og það er ekki tilviljunarkennd gleymska heldur eitthvað sem eykur á snilld sögunnar. Sem dæmi um þetta síðasta mætti nefna að einhverntíma sem oftar þegar við ásamt fleirum vomm að undirbúa bókmenntahátíð í 4 TMM 1993:1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.