Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Blaðsíða 108

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Blaðsíða 108
hugmyndafræðilegan klafa sem vísaði annað hvort veginn aftur á bak, inn í bændaþjóðfélagið og gildi þess, eða fram, inn í útópíu sósíalism- ans. Heimskra manna ráð, er laus við slíkar útleiðir, styrkur hennar er fólginn í því að hún bendir á að öll endurnýjun byijar hjá manninum sjálfum og fæðist í hugsun um umhverfi hans en ekki með því að kyngja þeim goðsögnum sem aðrir rétta honum. An nokkurs vafa markar Heimskra manna ráð tímamót á ferli Einars Kárasonar, ekki að- eins sem upphaf að nýjum fjölskyldubálki held- ur er hún jafnframt vel heppnað fráhvarf frá þeim sagnaheimi sem byggður var upp í Thule- bókunum. Höfundi tekst að laga sagnagerð sína að þessum nýja grundvelli og endurnýjar hana jafnframt með því að kanna mörk sagnaefnisins og sköpunarinnar, hvernig form verður til úr munnlegum efniviði. Þessi efniviðurbirtist sem eins konar sagnaflóð, sem „episóður“ og því finnst manni eins og hún geti haldið áfram út í hið óendanlega, að heimkoma Bárðar af afvötn- unarspítalanum setji engan endapunkt aftan við þennan sirkus. Einar hefur lofað framhaldi, þannig að sjálfsagt tekur hann upp þráðinn að nýju, en verkið er engu að síður lagt upp sem breið, löng skáldsaga, það er svolítið eins og klippt sé á þráðinn. En gleðilegt er að sjá að Einar hefur komist nokkurn veginn óskaddaður frá kjassi og klappi jafnt sem lunta og fýlu, það er meira en hægt er að segja um marga aðra. Kristján B. Jónasson Hljóðlát rýnl tímanna Þorsteinn frá Hamri: Sæfarinn sofandi. Iðunn 1992. 55 bls. Hver skyldi hann vera, þessi sofandi sæfari sem Þorsteinn frá Hamri nefnir nýja ljóðabók sína eftir? Nærtækasta túlkunin á þessu heiti, sem ber í sér andstæður, er að með því sé átt við þann sem ferðast vitundarlaus, þann sem kannski nauðugur viljugur er hrifinn með í ferð sem hann hefur lítil tök á að stýra og með þessari líkingu er augljóslega átt við lífið. I samnefndu ljóði Þorsteins í bókinni hefur sæfarinn legið í vari þegar skyndilega er hoggið á festar meðan hann sefur. Hann saknar þá sinnar „gjöfulu fjöru“ og um leið hverfur honum hans eigin sjálfsmynd; hann spyr sjálfan sig hver hann sé. Allt umhverfið hefur tekið stakkaskipmm, nú er þar ekki lengur „sandur, sól og blær“ heldur: Nær sem utar óreiða. Blóðugt haf! Maðksjór. Tóm úl að spyrja. Um seinan að svara. Að mínu mati lýsir þetta kvæði vel andrúmslofti og meginhugsun bókarinnar, og um leið sýnir það okkur líka mörg stfleinkenni skáldsins. í kvæðinu er lýst hlutskipti þess sem velkist um lífssjóinn, hinar gömlu landfestar hafa losnað, 98 TMM 1993:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.