Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Blaðsíða 118

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Blaðsíða 118
ekki kann ég að orða hlutina aftur á móti hittir hún naglann á höfuðið og nú hlæja allir að mér víst er ég feit og ljót strita daglangt við færibandið með æðahnúta á fótunum hendumar rauðbólgnar maginn slapandi Þessi ófagra sjálfslýsing fær þó nýja vídd með óvæntu framhaldinu: samt get ég ekki gert að því að í hvert sinn sem ég lít í spegil fmn ég gleðina streyma um mig og ég brosi fagnandi við spegilmynd minni ég er orðin alveg eins og mamma sáluga! Með hin ýmsu textatengsl í ljóðum Vilborgar í huga, er ekki ffáleitt að ímynda sér að hér sé á ferð hin sama kona og í fyrmefndu Ijóði Stein- unnar. Konan sú lýsir sér sem ófríðri og illa gefinni, hún vinnur við að flaka fisk í frystihúsi og lætur sig dreyma um annað líf. I ljóði Stein- unnar segir meðal annars: Ég er svo vitlaus að ég get ekki einu sinni skrifað þetta. Það gerir kona útí bæ ... Nú má velta því fyrir sér, til gamans ef ekki annars, hvort ljóð Vilborgar sé sprottið upp af þessu eldra ljóði Steinunnar. Er þarna komin sama konan — nú eldri og sáttari við sjálfa sig? Maðurinn, náttúran, dauðinn „Einn vakir þú og hlustar / á andardrátt landsins þíns,“ segir í ljóðinu ,,Tanka“ sem er eitt af fimm ljóðum þriðja hluta. Sama ljóðlína gæti einnig vísað til sjómannsins í ljóðinu „Ætt- jarðarást“, í sama hluta, sem finnur sterka lyng- angan leggja af landi og vekur hún með honum óvænta, sterkaþrá. I litlum ljóðabálki semnefn- ist „Átta hækur“ er brugðið upp margræðum myndum þar sem maður og náttúra og samspil þeirra er í fyrirrúmi: Endalaust sólskin jörðin skorpnar af þurrki Ég er líka þyrst Ljóð þriðja hluta eru einkar myndvís og per- sónuleg. I tveimur síðustu ljóðunum er ort um dauðann, einsemd og kyrrð og tengjast þau þannig vel síðasta hlutanum þar sem Vilborg birtir þýðingar sínar á tveimur ljóðabálkum sem báðir fjalla um dauðann. Þýddu ljóðabálkamir tveireru afar ólíkir, eiga ekkert sameiginlegt utan efnið. Sá fyrri er eftir sænsku skáldkonuna Barbro Lindgren og sam- anstendur af fimm ljóðum sem hvert hefur sinn titil — yfirtitillinn er einfaldlega „Fimm ljóð um dauðann.“ I þessum ljóðum er myndmái smæðar áberandi. í fyrsta ljóðinu deyr fugl, lamb í öðru, fluga í því þriðja. Fjórða ljóðið fjallar um dauðleika allra manna, dýra og jurta, og fimmta ljóðið er hvatning um að gráta ekki þann dána því hann geti lifað að eilífu í brjósti syrgjandans. I þessum ljóðabálki virðist ein- faldleikinn verða hafður að leiðarljósi, bæði hvað varðar ljóðmál og efnistök. Lítið er um myndmál og líkingar eru einfaldar og bamaleg- ar. Ekki veit ég hvort ljóð þessi séu sérstaklega ætluð bömum, en titill bókar Lindgren (Grön- göling ar pá vag — Dikter för bam och andra) bendir þó til þess að svo sé. Síðari bálkurinn er eftir breska rithöfundinn D.H. Lawrence og nefnist hann „Skip dauð- ans“. Þetta er kvæði í tíu hlutum, þar sem hver hluti er nánari útfærsla á grundvallarhugmynd- um og stefjum kvæðisins. Sömu stef og hug- myndir eru endurteknar með sífellt torráðnara og flóknara myndmáli. í heild er kvæðið hug- leiðing um endalok þessa tilvemstigs, tvíhyggja er allsráðandi, líkaminn er bústaður sálarinnar; tóm skel þaðan sem hmnið sjálf verður að finna sér útgönguleið. Leiðarminni kvæðisins er „ferðin langa, á vit gleymskunnar" og áskorun ljóðmælanda til lesanda að undirbúa þessa ferð, gera sér skip dauðans og búa það vel út. 108 TMM 1993:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.