Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Blaðsíða 54

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Blaðsíða 54
Frá fræðilegu sjónarmiði er afstaða Jóns skiljanleg. Sagnfræðirannsóknir hans sneru eindregið að sögu stofnana og hann fylgdi sömuleiðis skýrri aðgreiningu milli skáld- skapar og staðreynda sem lá til grundvallar bókfestukenningunni. Tveggja binda verk hans um sögu íslands24 er undirstöðurit hvað varðar upplýsingar um stjórnarstofn- anir Islands til foma, tímatal og atburði. En þar er nánast engin tilraun gerð til að kanna líf einstaklinga og í umfjöllun sinni um uppruna stofnana sneiðir Jón yfirleitt hjá félagsfræðilegu sjónarhomi nútíma sagn- fræði. Hann fjallar hvorki um hvernig íslendingar mynduðu samfellt félagskerfi né um grundvallaratriði á borð við það hvemig menn öðluðust völd og héldu þeim í þessu þjóðfélagi sem í eðli sínu var ekki hemaðarsamfélag. En gerði prófessor Jón sér grein fyrir þeim takmörkunum sem kenningar læri- feðra hans settu honum? Svarið er að stund- um virðist svo hafa verið, já, hann fann að þessu fylgdu vandamál. Árið 1986 sagði Jónas Kristjánsson svofellda gamansögu í riti tileinkuðu Hermanni Pálssyni: Um miðjan fímmta áratug þessarar aldar var Jón Jóhannesson sögudósent (síðarpró- fessor) önnum kafinn að kenna mér og öðr- um stúdentum réttarsögu Alþingis hins foma. Hann studdist við bók Einars Amórs- sonar, en lét okkur strika vandlega út allar tilvitnanir Einars til íslendingasagna, með þeirri röksemd að sögurnar væm ótraustar heimildir. Og 1956 birti Jón Jóhannesson sjálfur sögu íslenskrar fomaldar, Islend- ingasögu I, stórfrumlegt verk þar sem beitt er nýrri sagnfræðilegri heimildarýni. Hann gengur svo langt að hann nefnir næstum enga atburði sem frá er sagt í Islendinga- sögum fremur en þeir hefðu aldrei gerst. Þó var Jón fjarri því að veraeinstrengingslegur í skoðunum. Ég spurði lærimeistara minn skömmu eftir að sagan kom út hvort hann héldi þá að Islendingasögumar væm ein- tómt skrök og skáldskapur. Nei, alls ekki, svaraði Jón, en ég veit bara ekki hvað ég á að gera við þær. Og þannig er ástandið enn í dag. Islenskir sagnfræðingar láta eins og íslendingasögur séu ekki til.25 Þegar Sigurður Nordal og Jón Jóhannes- son skrifuðu það sem fyrr var vitnað til litu Islendingar og aðrir almennt á sögumar sem afurð munnlegrar sagnhefðar. Að gefa sögunum aukið bókmenntagildi var bók- festumönnum þyngri róður en nú kann að virðast. Sú skoðun að sögumar væm um- fram allt ritverk náði fljótlega útbreiðslu, einkum í þéttbýli. Bókfestumenn gengu eins langt og þeir máttu með kenningu sína, og má nefna sem dæmi að Nordal sagði í bók sinni um Hrafnkels sögu: „Hrafnkatla er, þegar á allt er litið, ein hin fullkomnasta stutta bóksaga (short novel), sem til er í heimsbókmenntunum.“ Er bókfestumenn gengu til fylgis við þessa kenningu snemst þeir gegn hugmynd hefðbundinna fræðimanna á borð við Finn Jónsson, prófessor í Kaupmannahöfn, og íhaldssama bændur á íslandi. Vissir bænd- ur, vel kunnugir íslendingasögum, trúðu mjög á sannleiksgildi þeirra. Sumir þeirra bjuggu á bæjum sem enn báru nöfn sem koma fyrir í sögunum og litu á sögumar sem héraðssögu sína. Finnur, sem var áhrifamikill fræðimaður á sinni tíð, var reiðubúinn að leggjast af öllu afli gegn hinni nýju kenningu um sögumar sem skrif- legan skáldskap. Honum virðist hafahlaup- ið kapp í kinn þegar hann skrifaði árið 1923: ,,Eg mun halda fram og verja sannleiksgildi íslendingasagna, þó það 44 TMM 1993:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.