Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Qupperneq 54
Frá fræðilegu sjónarmiði er afstaða Jóns
skiljanleg. Sagnfræðirannsóknir hans sneru
eindregið að sögu stofnana og hann fylgdi
sömuleiðis skýrri aðgreiningu milli skáld-
skapar og staðreynda sem lá til grundvallar
bókfestukenningunni. Tveggja binda verk
hans um sögu íslands24 er undirstöðurit
hvað varðar upplýsingar um stjórnarstofn-
anir Islands til foma, tímatal og atburði. En
þar er nánast engin tilraun gerð til að kanna
líf einstaklinga og í umfjöllun sinni um
uppruna stofnana sneiðir Jón yfirleitt hjá
félagsfræðilegu sjónarhomi nútíma sagn-
fræði. Hann fjallar hvorki um hvernig
íslendingar mynduðu samfellt félagskerfi
né um grundvallaratriði á borð við það
hvemig menn öðluðust völd og héldu þeim
í þessu þjóðfélagi sem í eðli sínu var ekki
hemaðarsamfélag.
En gerði prófessor Jón sér grein fyrir
þeim takmörkunum sem kenningar læri-
feðra hans settu honum? Svarið er að stund-
um virðist svo hafa verið, já, hann fann að
þessu fylgdu vandamál. Árið 1986 sagði
Jónas Kristjánsson svofellda gamansögu í
riti tileinkuðu Hermanni Pálssyni:
Um miðjan fímmta áratug þessarar aldar
var Jón Jóhannesson sögudósent (síðarpró-
fessor) önnum kafinn að kenna mér og öðr-
um stúdentum réttarsögu Alþingis hins
foma. Hann studdist við bók Einars Amórs-
sonar, en lét okkur strika vandlega út allar
tilvitnanir Einars til íslendingasagna, með
þeirri röksemd að sögurnar væm ótraustar
heimildir. Og 1956 birti Jón Jóhannesson
sjálfur sögu íslenskrar fomaldar, Islend-
ingasögu I, stórfrumlegt verk þar sem beitt
er nýrri sagnfræðilegri heimildarýni. Hann
gengur svo langt að hann nefnir næstum
enga atburði sem frá er sagt í Islendinga-
sögum fremur en þeir hefðu aldrei gerst. Þó
var Jón fjarri því að veraeinstrengingslegur
í skoðunum. Ég spurði lærimeistara minn
skömmu eftir að sagan kom út hvort hann
héldi þá að Islendingasögumar væm ein-
tómt skrök og skáldskapur. Nei, alls ekki,
svaraði Jón, en ég veit bara ekki hvað ég á
að gera við þær.
Og þannig er ástandið enn í dag. Islenskir
sagnfræðingar láta eins og íslendingasögur
séu ekki til.25
Þegar Sigurður Nordal og Jón Jóhannes-
son skrifuðu það sem fyrr var vitnað til litu
Islendingar og aðrir almennt á sögumar
sem afurð munnlegrar sagnhefðar. Að gefa
sögunum aukið bókmenntagildi var bók-
festumönnum þyngri róður en nú kann að
virðast. Sú skoðun að sögumar væm um-
fram allt ritverk náði fljótlega útbreiðslu,
einkum í þéttbýli. Bókfestumenn gengu
eins langt og þeir máttu með kenningu sína,
og má nefna sem dæmi að Nordal sagði í
bók sinni um Hrafnkels sögu: „Hrafnkatla
er, þegar á allt er litið, ein hin fullkomnasta
stutta bóksaga (short novel), sem til er í
heimsbókmenntunum.“
Er bókfestumenn gengu til fylgis við
þessa kenningu snemst þeir gegn hugmynd
hefðbundinna fræðimanna á borð við Finn
Jónsson, prófessor í Kaupmannahöfn, og
íhaldssama bændur á íslandi. Vissir bænd-
ur, vel kunnugir íslendingasögum, trúðu
mjög á sannleiksgildi þeirra. Sumir þeirra
bjuggu á bæjum sem enn báru nöfn sem
koma fyrir í sögunum og litu á sögumar
sem héraðssögu sína. Finnur, sem var
áhrifamikill fræðimaður á sinni tíð, var
reiðubúinn að leggjast af öllu afli gegn
hinni nýju kenningu um sögumar sem skrif-
legan skáldskap. Honum virðist hafahlaup-
ið kapp í kinn þegar hann skrifaði árið
1923: ,,Eg mun halda fram og verja
sannleiksgildi íslendingasagna, þó það
44
TMM 1993:1