Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Side 20

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Side 20
endurtekið fjórum sinnum. Ævinlega eiga goðin þá vanda fyrir höndum, og sífellt eykst ógnin. í fyrsta skipti er tilgangurinn að koma skipulagi á tímann. Öðru sinni er sköpun dverga á dagskrá. Næst er stefið endurtekið þegar æsir afráða að heyja stríð við vani, og loks þegar borgarsmiðurinn er í það mund að öðlast Freyju, Sól og Mána fyrir vinnu sína. Vituð ér enn—eða hvað? Hafið þið heyrt nóg — eða viljið þið heyra meira? Þetta stef er endurtekið níu sinnum, og sjö sinnum stendur það í vísulok sem rökrétt spuming eftir ógnvænlega frásögn. Síðast birtist það undir lok kvæðisins þegar lýst er þeirri sælu veröld, sem risin er úr sæ eftir ragnarök og Baldur og Höður búa saman í nýrri Valhöll. Það er vísbending um, að ekki muni eilífur friður ríkja í nýjum heimi. Meira um það síðar. Lokastefið, Geyr Garmur mjög... birtist fyrst í 44. erindi, þegar völvan tekur til við að lýsa framtíðinni, aðdraganda ragnaraka og ítrekar þekkingu sína: Fjöld veit hún frœða/fram sé eg lengra .. . Þessi vísa er endurtekin í heild sinni, ögn breytt: Geyr nú Garmur mjög . . . Þessi breyting færir at- burði nær en ella, þeir eru að gerast núna, og það eykur þrótt stefsins, sem síðan er endurtekið tvisvar sinnum, fyrst þegar Fenrisúlfur hefur fellt Óðin, en síðan eftir að jörð er sokkin í mar og eldur leikur við sjálfan himin. Þar verður stefið eins konar millispil á undan þeirri friðsemd og alsælu, sem einkennir upprisu veraldarinnar eftir ragnarök. Geyr nú Garmur mjög / fyr Gnipahelli. ,,Þá er og laus orðinn hundurinn Garmur er bundinn er fyrir Gnipahelli,“ segir Snorri í Eddu. „Hann er hið mesta forað. Hann á víg móti Tý og verður hvor öðrum að bana.“ Ekki minnist Snorri annars staðar á Garm og Gnipahelli, og hellisins er ekki getið í öðrum eddukvæðum. Hins vegar stendur í Grímnismálum, að Garmur sé æðstur hunda. Garmur „er hunden som er lenket utenfor nedgangen til underverdenen,“ seg- ir Anne Holtsmark í skýringum sínum við Völuspá.6 Þessi skýring er líkleg. Ýmsir hafa skilið stefið svo, að Garmur sé sjálfur Fenrisúlfur: festur mun slitna, en freki renna. Úlfurinn losnar og tekur þátt í loka- baráttu jötna og guða. Garmur þarf hins vegar ekki að hafa verið bundinn sam- kvæmt orðanna hljóðan í erindinu. Fremur ber að skilja erindið svo, að Garmur geyi fyrir Gnipahelli, en festur vísi til fjöturs á Fenrisúlfi, Gleipnis, sem nú brestur og úlf- urinn losnar. Mér finnst nærtækast að líta á Garm sem hliðstæðu Kerberos hins gríska, hundsins, sem gætir heima Hadesar og tek- ur vel móti vegfarendum, en líkist skrímsli ef einhver reynir að sleppa út. Hann er reyndar þríhöfða og hefur orm í rófu stað. Herakles barðist við Kerberos og hafði bet- ur. Gnípa er gnæfandi fjall, og hellir í slíku bergi er kjörinn inngangur að þeirri skugga- veröld, sem undirheimar voru í huga fom- manna, rétt eins og Hekla varð höfuð- anddyri Helvítis síðar meir. Hvað er eðli- legra en Garmur geyi, þegar allur heimur leikur á reiðskjálfi? Hann er eins og hundur á hlaði sem geltir þegar gests er von. Nema hann gjammi að þeim sem vilja snúa frá Hel og vami þeim vegar eins og Kerberos. Talan níu Níu man eg heima, segir völvan, níu íviðj- ur, og er engin skýring einhlít á orðinu. 10 TMM 1993:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.