Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Síða 30

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Síða 30
og til að tryggja að hann sé haldinn, leggur Týr hægri hönd sína að veði og úlfurinn bítur hana af þegar hann fær ekki brotið fjöturinn. í raun eru þessi eiðrof mjög alvar- leg, ef Týr er verndari réttarins, sem ætla má úr því að úlfurinn tekur orð hans gild. Goðsögnin um fjötrun Fenrisúlfs endur- speglar alvöru málsins. Þrisvar reyna æsir að binda úlfinn, tvisvar mistekst það, en þriðja sinni tekst þeim ætlunarverkið vegna þess að réttarins guð leggur heiður sinn að veði — og svíkur. Með 27. vísu hefst lýsing völvunnar á nútíðinni, hér skiptir um stef, og sagnorðin í erindinu eru í nútíð til að marka skilin skýrar en ella. Vísur nr. 27-29 ber að skilja í samhengi. 28. vísa markar kvæðinu ramma eða leiksvið, eins og áður er að vikið. Með 26. vísu er völvan búin að lýsa sköpuninni og þeim atburðum, sem breyttu sælu í vá. Hún veit hvar hljóð Heimdallar er fólgið undir heimstrénu, í Mímisbrunni í Jötunheimi. Hljóð Heimdallar skilja menn ýmist sem sjálfa heym hans eða Gjallar- hom. Ég hallast að hinu síðamefnda, því að í Eddu segir Snorri, að Mímir drekki úr brunninum úr Gjallarhomi. I 28. erindi er frá því greint, að Óðinn hafi fólgið auga sitt í Mímisbrunni fyrir drykk af þeirri ágætu uppspretm. Þetta má kalla táknrænt fyrir ástand í goðheimi. Jötnar hafa komið illu til leiðar, með hjálp guða, og guðir hafa brotið helg lögmál. Óðinn hefur látið annað auga sitt til þess að verða alsjáandi. Hom Heimdallar er honum horfið, en með öllu er óskýrt, hvað hann fékk í staðinn. Allt kemur fyrirekki. Alsjáandi Óðinn fær engu breytt, Heimdallur geturekki varað goðin við. Ver- öld arkar að auðnu, sem verður ekki hnikað. Blóðgur tívurr 30. vísa lýsir váboðum, valkyijur ríða fák- um sínum, nönnur Herjans, en í næstu er- indum er lýst dauða Baldurs og þeirri hefnd, sem yfir hann kom, er Váli drap Höð hinn blinda, og Loki er bundinn þar sem hann liggur nú. Dauði Baldurs er voðalegasti atburður kvæðisins, að ragnarökum undanskildum. Vígið er þeim mun ægilegra, að Baldur er veginn saklaus, og í raun Höður líka. Víg Baldurs sýnir ótvírætt, að guðirnir lúta ör- lögunum eins og aðrir: Eg sá Baldri blóðgum tívur, Óðins barni, örlög fólgin segir völvan. Þetta er skýr staðfesting þess, að goðin lúta örlögunum eins og menn. Loki er ráðbani Baldurs, en Höður vinnur verkið óafvitandi. Nærtækt er að líta á Gísla sögu til hliðsjónar: Þorgrímur myrðir Vé- stein eftir úthugsuðu ráði, en sagan innsigl- ar vélráð Þorkels Súrssonar síðar í sögunni, þegar hann er drepinn í hefndarskyni. Óð- inn getur barn með Rindi til þess að vega Höð: sá nam Óðins sonur/einnættur vega. Hér er hann ekki nafngreindur af eðlilegum ástæðum. Hann vinnur vígið áður en hann er nefndur og formlega tekinn inn í ættina. Þess vegna er vígið ekki bróðurmorð. Hins vegar dugir hefndin ekki til þess að hefta framgang örlaganna. Frigg grætur vá Val- hallar í Fensölum, bústað sínum. Hún veit öll örlög, þess vegna er grátur hennar í senn harmur og tákn um ófrávíkjanlega fram- vindu örlaganna: hún grætur hið liðna og hið ókomna. Hefndin er einskis nýt, og það stef er endurtekið síðar í kvæðinu, þegar 20 TMM 1993:1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.