Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Blaðsíða 106

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Blaðsíða 106
ýtt út að vegg af aðstæðum sem þeim fínnst þær ekki ráða við og geta ekki ráðið við. Þessi leið myndarinnar inn í annan heim er jafnframt leið sögumannsins inn í heim ímynd- unaraflsins. Sköpunarþrá hans á sér því upphaf í þeim sögum sem hann spann út frá henni sem barn, liggjandi upp á skenknum fyrir neðan hana. Þegar hann loks hefur þroska og getu til að fanga þessar sögur á blað reynist hann ekki muna eina einustu: Núna rýni ég í myndina, ég finn nærvem þessara skáldsagna sem spmttu í huga mér hér í bamæskunni í tengslum við þessa mynd; ég jafnvel upplifi þær svo sterkt að ég fer allur úr skorðum, tárast og er lengi að komast í samt lag. En ég man þær ekki. (74) Þetta minnisleysi neyðir hann því til að leita á önnur mið í sköpun sinni. Löngunin til að skrifa situr áfram í honum og vísar honum veginn út í veruleikann; að koma mynd á það sem hann sér, að segja sögur af því sem hann þekkir. A þennan hátt byggir Einar sína eigin fagurfræði inn í verkið. Það er ljóst að hann vill halda sagnavit- undinni en gerir sér um leið grein fyrir hve erfið hún er í meðförum og leitast því við að íhuga tilgang hennar og markmið um leið og hann spinnur sagnavefmn, að meta hvenær efni úr umhverfmu verður að skáldskap. Með þessari víxlverkan sögu og hugsunar um sögu kemst hann jafnframt yfír þann efa um sagnalistina sem einkenndi svo mjög síðustu skáldsögu hans Fyrirheitna landið (1989). Niðurstaða hennar var eiginlega sú að þegar búið var að rústa hinum goðsögulega sagnaheimi var nokkum- veginn ekkert eftir nema að halda áfram að segja frá með reyrðar hendur og bindi fyrir augum frammi fyrir aftökusveitinni. I Heimskra manna ráðum er trúin á sagnalistina hins vegar endumýjuð á þeim forsendum að hún geti íhug- að styrk sinn og sótt til fleiri átta um leið og hún gagnrýnir goðsagnir samfélagsins. Út úr myndinni liggur því ekki aðeins vegur til ímyndaðra suðurlanda heldur liggur einnig annar í hina áttina, inn í þjóðfélagið. í vinstri jaðri hennar er letrað smáum stöfum „Vicolo dei pazzi“ og þótt merking orðsins sé sögu- manni ekki fullkomlega ljós reynir hann að fylgja þessari slóð eftir. Einhver aðkomumaður nefnir Kleppsveginn og þaðan liggur leiðin inn á sjálft geðsjúkrahúsið þar sem Salomón, tví- burabróðir Friðriks er geymdur í þögn og gleymsku. Það er ekki aðeins að vist hans þama sé í sjálfu sér dapurleg, og það óhugnanlega við hann er að hann er eins konar „alter ego“ Bárðar Killians, eins konar tvífari manns sem haldinn er annars konar æði, æði sem þjóðfélagið leyfír að rasi innan vissra takmarka. Athafnaæðið Þetta æði snýst um peninga og hvemig á að afla þeirra, um þá hugsjón sem býr að baki umsvif- um og gróða og oft er kennd við gullgröft. Þeir sem raunverulega afla mikilla peninga eins og lukkuprinsinn Vilhjálmur Eðvarð eða aflakóng- urinn Geirmundur, maður Hróðnýjar, gera það annað hvort með svindli (Vilhjálmur) eða eru ófærir sökum uppeldis og lyndiseinkunnar að njóta þeirra (Geirmundur). Hins vegar lifa þeir ekki fyrir peningaöflunina á sama hátt og Bárð- ur Killian, umsvif hans hafa allt að því tilvistar- legan tilgang, hann verður að græða hratt og mikið með sem minnstri fyrirhöfn til þess ein- faldlega að vera. Þegar hann loks fær tækifæri til þess að afla þessara peninga á löglegan hátt, með því að lögsækja bróður sinn sem hafði svikið af honum arf fósturforeldra hans, sleppir hann því og brotnar saman fyrir vikið, leggst í drykkju sem nær endar með sjálfsmorði. Þessi lýsing á hinu íslenska athafnaæði er svipaðs eðlis og í íslenska draumnum (1991) eftir Guðmund Andra Thorsson og í bókum Ólafs Gunnarssonar um athafnamennina Engil- bert (Milljón prósentmenn, 1978/1991) og Sig- urbjörn (Tröllakirkjan, 1992). Þessi verk fjalla að meira eða minna leyti um ólgusjó hins efnis- lega, um hugsjónir og mannskilning sem á að fullkomnast í efni; í peningum og glæstum 96 TMM 1993:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.