Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Blaðsíða 82
æsingi, en áttu þó aldrei að gegna veigameira hlutverki en núllmiði á
tombólu Slysavamadeildar kvenna.
3
Fyrir nokkrum dögum heyrði ég unga fræðimenn ræða saman í útvarpi.
Var umræðuefnið hið hefðbundna nútímaljóð. Meðal þátttakenda í um-
ræðunni var maður sem gegndi nafninu Jón, en aldrei greip ég föðumafn-
ið, enda var þátturinn hálfnaður þegar ég kveikti á útvarpinu. í þættinum
fór Jón hinn föðurlausi með vísukom eitt sem eflaust átti að vera dæmi
um úreltan skáldskap. Hafði hann einhverju sinni látið klippa sig á
rakarastofu og heyrt vísuna við það tækifæri. En vísan var svona:
Ef að fátt um vörður var
þá villtist jafnvel afi.
Eins mun vitið villast þar
sem vantar höfuðstafi.
Nú þykir mér bera nýrra við ef rakarastéttin er orðin umsagnaraðili um
skáldskap. Sjálfur man ég eftir rakara í Reykjavík sem hélt því fram við
kunnan íslenskumann að Jónas Hallgrímsson hefði verið sonur Hall-
gríms Péturssonar. Og þá væntanlega undan Tyrkja-Guddu.
Ekki veit ég hvort það er lengur kennt í Háskólanum að rakarar
kölluðust áður bartskerar, en ef marka má útvarpið eru hinir langskóla-
gengnu einkum sérfræðingar í vankunnáttu. Sýnu verstur er þó Jón
karlinn bartskeri, sá sem fór með vísuna.
Jón þessi bartskeri tuggði upp speki sem ýmsir undanvillingar hræktu
úr sér fyrir allmörgum ámm og kvað ferskeytluformið úr sér gengið, ef
ekki dautt. En ekki vildi Jón barti láta staðar numið við ljóðformið. Hélt
hann þvf fram að aðrar greinar bókmenntanna væm líka komnar að fótum
fram og ekki brúklegar til annars en skopstælinga. Vildi Jón ekki heyra
á það minnst að lesa Pilt og stúlku nema Guðbergur Bergsson þættist hafa
skrifað söguna, enda mætti þá lesa verkið sem stælingu á sveitarómönum
fremur en lýsingu á íslenskri bændamenningu.
Nú veit hver menntaskólaskussi, að eitt er form og annað skáldskapur.
Hvað sem líður stuðlasetningu dulvitundarinnar eru hin bestu ljóð í raun
formlaus bjarmi af sálareldi góðskálda, líkt og hjartnæmt tal, sem berst
72
TMM 1993:1