Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Síða 31

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Síða 31
Víðarr drepur Fenrisúlf til að hefna föður síns, Óðins. Það breytir ekki veltingi ver- aldarhjólsins. Hann er bundinn auðnu. Blóðgur tívurr. Orðið tívurr kemur ein- ungis fram í Voluspá. Það er líklega töku- orð úr fomensku tifer, tiber, en það merkir fóm; á fornháþýzku zebar, fómardýr. Völv- an sér örlög Baldurs fólgin. Honum er áskapað að falla fyrir mistilteininum, hann verður blóðug fóm. í Y nglinga sögu Snorra er greint frá konunglegum fórnum. Tveim- ur konungum er fórnað til árs og friðar, konungur fómar syni hvert tíunda ár. Þær frásagnir kunna að eiga rætur í þeim skiln- ingi, að Baldur sé fóm Óðins til að stöðva framgang örlaganna. Hún mistekst hins vegar. Þess vegna grætur Frigg. Hún vissi öll örlög, og hún reynir að koma Óðni til liðs með því að heimta Baldur úr Helju. Dómur skapanoma birtist í því, að Baldur varð ekki grátinn frá Hel, dóttur Loka. Þess vegna hlýtur heimurinn að arka sinn skap- aða veg. Með vígi Baldurs er fyrsta sinni getið dauðans í VÖluspá, og sjálfsagt eru vísumar reistar á goðsögn um dauða hans, sem hugs- anlega er uppmnagoðsögn. Hún hefur túlk- að hugmyndir manna um upphaf dauðans, en það styrkir hins vegar þá skoðun, að Baldur sé frjósemisgoð af sérstöku tagi, sbr. það sem síðar segir. Völuspá styðst við goðsögn þar sem Baldur er veginn saklaus, hann er blóðug fóm. Athyglisvert er, að í Danmerkursögu Saxa hins málspaka eru þeir Baldur og Höður hetjur í Danmörku og Svíþjóð, sem báðir verða ástfangnir af Nönnu. Þeirri viðureign lýkur með falli Baldurs.16 Loki kemur hvergi nærri. Þessi goðsögn er nær þeirri merkingu, sem menn ætla að nöfn goðanna hafi. Baldur kann að merkja höfð- ingi eða fyrirmaður, en uppmni orðsins er þó óljós. Sumir tengja það sömu rót og er í litháíska orðinu báltas, sem þýðir hvítur eða bjartur, samanber Baldur hinn hvíti ás. Aðrir telja lýsingarorðið baldur liggja nafninu til grundvallar, en það þýðir þróttmikill. Höður merkir bardagi. Þetta er meira í samræmi við annað, sem Baldri tengist í öðmm heimildum. Margar kenn- ingar em með nafni hans og merkja her- maður, og í Lokasennu segir Frigg, að Loki kæmist ekki heill á brott úr Ægishöllu, ef hún ætti son, sem líktist Baldri. Af þessu virðist vera ljóst, að Snorri styðst við aðrar heimildir um Baldur en Lokasenna, og hann hefur ekki þekkt þær goðsagnir, sem Saxi notaði, eða sniðgengið þær. Dauði Baldurs verður píslarvætti í Eddu. Eina goðsögnin um Baldur er í rauninni frásögnin af dauða hans. Kenningar skálda, frásögn Saxa og Lokasenna renna hins veg- ar stoðum undir þann skilning, að til hafí verið goðsagnir, sem sýndu Baldur í öðru ljósi. Ýmislegt bendir raunar til þess, að Freyr og hann hafí litað hvor annan í hugum fólks. Birta og mildi er báðum nákomið, ástir beggja em heitar, þeir em ungir og ímynd fegurðar. Baldur á hugsanlega rætur í þeim guðum, sem dýrkaðir voru í Austur- löndum nær, Baal frá Kanaan, Tammuz frá Babýlon og Adonis frá Sýrlandi. Þeir voru allir ungir og tengdust akuryrkju. Allir hverfa þeir til ríkis dauðra neðanjarðar. Sorg, sem bundin er gráti og kveini, tengist dýrkuninni. Þeir snúa allir aftur, nema Baldur, í samræmi við gang sólar, hverfa í dimmu dauðans á haustin, koma með hækkandi sól að vori og frjóvga jörð. Bald- ur snýr líka aftur, en ekki fyrr en eftir ragna- rök. TMM 1993:1 21
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.