Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Blaðsíða 26

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Blaðsíða 26
hvers og eins með rúnum. Önnur skýring er sú, að hér sé vísað til þess siðar fornmanna að skera í staf eða kefli til að marka fyrir dögum og kvartilum tungls til þess að telja daga, vikur, mánuði og ár. Hvor skýring á við rök að styðjast, en ekki skiptir máli hvor valin er. Nú fyrst öðlast Askur og Embla líf, nú fá þau örlög. Ævi manna var ekki óskrif- að blað, tabula rasa, heldur markaður sveig- ur frá fæðingu til grafar. Veröldin arkar einnig að auðnu. Guðimir voru glaðir og áhyggjulausir, unz örlaganomimar komu til sögunnar, þrjár öflugar þursameyjar. Þær lög lögðu, þær líf kum alda bömum, örlög seggja. Kæti og áhyggjuleysi guðanna átti sér þá skýringu, að þeir höfðu skapað heiminn, lifðu í velsæld og gátu vel tekið undir með höfundi Sólarljóða: dvalarheim hefir drotúnn skapað munafúllan mjög. Þeir höfðu komið á reglu í stað ringulreiðar, og þeirri skipan var ekki ógnað fyrr en veröldin fékk sína mörkuðu braut. Það gerðist þegar ámáttkar þursameyjar skám örlög heims á skíði. Dvergar mótuðu menn og goðin gáfu þeim líf, hvort sem skaptir voru úr mold eða skomir í tré eins og hjá Snorra. Dvergar smíðuðu Mjölni og spjótið Gungni, kjörvopn guða. Þeir gerðu af gulli þá góðgripi, sem glöddu guðina. Þeir menn sem falla fyrir vopnum bætast liðsafla goð- anna, styrkja þau, þegar til uppgjörsins kemur. Þess vegna blésu goðin lífsanda í lítt megandi/Ask og Emblu. Þeir komu fótum undir mannkyn af því að Óðinn þarf banda- menn í baráttunni við eyðingaröflin. Þess vegna gefur hann oft sigur hinum lakari bardagamönnum. Æsir áttu mikilvæga fundi við Urðar- brunn. Þar er í raun mestur helgistaður goða, svo sem vænta má: þar em veröld lögð örlög, mönnum og goðum. Eilífur Goðrúnarson skáld segir sjálfan Krist sitja suður við Urðarbmnn, og sýnir það með öðm, hve bmnnurinn var helgur. Fólkvíg fyrst í heimi Með þessum skilningi verður framvinda kvæðisins rökrétt. 21. og 22. erindi fjalla um Gullveigu. Þá byrjar völvan frásögn sína af hinni örlagabundnu framvindu hlut- anna, sem hófst með komu þursameyjanna til goða: Það man hún fólkvíg fyrst í heimi, er Gullveigu geirum studdu og í höll Hárs hana brenndu, þrisvar brenndu þrisvar boma, oft, ósjaldan; þó hún enn lifir. Heiði hana hétu, hvar er úl húsa kom, völu velspáa, vitú hún ganda; seið hún, hvar er hún kunni, seið hún hugleikin, æ var hún angan illrar brúðar. Þessar vísur hafa löngum verið taldar reist- ar á goðsögn um styrjöld ása og vana, tveggja guðaætta, sem margt hefur verið ritað um og Snorri greinir frá í Ynglinga sögu. Ein kenning er sú, að frumbyggjar 16 TMM 1993:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.