Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Blaðsíða 65

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Blaðsíða 65
verða særð yfir að ég hefði afskræmt þau í augum væntanlegra lesenda. Hvernig gat ég komist að einkaheimi mínum og verið fær um að skapa eigin skáldskaparheim, ef ég var sprottinn af öðr- um heimi en honum? Mér fannst að þeir sem kynnu að þykjast „þekkja sig“ í bókum mínum mundu ekki skilja að þekking þeirra væri fráleit þekk- ing, að ég hefði aldrei notað neinn sem fyrirmynd til þess að hann gæti gert sig að þeim séríslenska píslarvotti sem getur í hvoruga löppina stigið á píslargöngu sinni um hið litla samfélag þar sem allir þrá að komast „sem persóna“ í bók en óttast það um leið. Eflaust gat þannig fólk ekki skilið að efni bóka minna væri afleiðing af beit- ingu hugarorku sem ég hafi ekki getað beint á nytsamlegri brautir en þær sem skáld- skapurinn fer eftir, í stað þess að verða sjómaður, bílstjóri eða læknir sem læknar mein, því ég hefði ekki haft tækifæri til slíks og enn síður fé. Eg fínn enn, á meðan ég skrifa þetta þijátíu árum síðar, seiðinginn sem lamar líkamann og hugann og leiðir til þeirrar bemsku og ólífsreyndu tilfinningar að maður vill helst vera alltaf einn, ævi- langt, og að allir nákomnir ættu að deyja svo ástríðan, skáldskapurinn, fái að vera frjáls og bara með sér. Astríðunni væri hundsama þótt heimurinn færist til þess að hún gæti þá skrifað sig inn í meginmálið alein í helli og ekki fyrir nokkurn mann, því hún lifir ekki einu sinni fyrir sjálfa sig; hún er aðeins til sem ástríða. Slík ástríða er þörf manns fyrir að skrifa skáldsögu. Þetta fann ég. Hún leiðir oft til þess að skáldið fer næstum í manndrápsham, og þess vegna er engin tilviljun að ég hef sagt að hver skáld- saga sé samin með það í huga að efnið fremji sjálfsmorð með fæðingu sinni í skáldverk, það útrými sér og deyi um leið og það hefur verið fest í bókstöfum á blað: listin eyðir sjálfri sér með því að vera leidd í ljós og hafa fæðst í listaverk. Óttinn við að nota raunverulega lifandi fyrirmynd Hreinn skáldskapur er einungis hann sjálf- ur; ekkert annað. Hann lýtur eigin lögmál- um og er reistur á óhlutbundinni hugsun hvers eðlis sem hún kann að vera um líf mannsins og jörðina, efni hans er tínt saman eftir bestu getu úr hugarefninu sjálfu og skipulagt síðan af misjafnlega eðlislægri getu eða hæfni viðkomanda til lista, hinum ólíku þáttum hugarefnisins er skeytt saman þannig að þeir renni í þá heild sem við köllum skáldsögu. Ef höfundur getur ekki fylgt að öllu leyti kröfu sinni um hreinan skáldskap, að verk hans sé algerlega eigin hugarsmíð, verður hann að leita að fyrirmyndum í umhverfi sínu. Hann kann að fínna þær, en um leið og fundum þeirra og hugar hans ber saman umhverfír hann þeim til þess að þær öðlist sem flest sjálfstæð gildi og verði óþekkjan- legar að öðru leyti en sem óhlutbundið verk búið til af honum sjálfum. í stórum samfélögum, hjá milljónaþjóð- um tekur enginn eftir því hvort persóna í sögubók kunni að líkjast karli eða konu í næstu götu. Hjá þeim stunda lesendur ekki stöðugan samanburðr á efni í bókmenntum og nánasta umhverfi þeirra. Lesandinn fer ekki að leiða hugann að slíku. I samtíman- um koma flest skáld úr stórborgum en ekki af útkjálkum, þau koma ekki lengur úr litl- um þorpum þar sem allir þekkja alla, eins og var altítt fram að lokum síðustu heims- TMM 1993:1 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.