Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Page 65
verða særð yfir að ég hefði afskræmt þau í
augum væntanlegra lesenda.
Hvernig gat ég komist að einkaheimi
mínum og verið fær um að skapa eigin
skáldskaparheim, ef ég var sprottinn af öðr-
um heimi en honum?
Mér fannst að þeir sem kynnu að þykjast
„þekkja sig“ í bókum mínum mundu ekki
skilja að þekking þeirra væri fráleit þekk-
ing, að ég hefði aldrei notað neinn sem
fyrirmynd til þess að hann gæti gert sig að
þeim séríslenska píslarvotti sem getur í
hvoruga löppina stigið á píslargöngu sinni
um hið litla samfélag þar sem allir þrá að
komast „sem persóna“ í bók en óttast það
um leið. Eflaust gat þannig fólk ekki skilið
að efni bóka minna væri afleiðing af beit-
ingu hugarorku sem ég hafi ekki getað beint
á nytsamlegri brautir en þær sem skáld-
skapurinn fer eftir, í stað þess að verða
sjómaður, bílstjóri eða læknir sem læknar
mein, því ég hefði ekki haft tækifæri til slíks
og enn síður fé. Eg fínn enn, á meðan ég
skrifa þetta þijátíu árum síðar, seiðinginn
sem lamar líkamann og hugann og leiðir til
þeirrar bemsku og ólífsreyndu tilfinningar
að maður vill helst vera alltaf einn, ævi-
langt, og að allir nákomnir ættu að deyja
svo ástríðan, skáldskapurinn, fái að vera
frjáls og bara með sér. Astríðunni væri
hundsama þótt heimurinn færist til þess að
hún gæti þá skrifað sig inn í meginmálið
alein í helli og ekki fyrir nokkurn mann, því
hún lifir ekki einu sinni fyrir sjálfa sig; hún
er aðeins til sem ástríða. Slík ástríða er þörf
manns fyrir að skrifa skáldsögu. Þetta fann
ég. Hún leiðir oft til þess að skáldið fer
næstum í manndrápsham, og þess vegna er
engin tilviljun að ég hef sagt að hver skáld-
saga sé samin með það í huga að efnið
fremji sjálfsmorð með fæðingu sinni í
skáldverk, það útrými sér og deyi um leið
og það hefur verið fest í bókstöfum á blað:
listin eyðir sjálfri sér með því að vera leidd
í ljós og hafa fæðst í listaverk.
Óttinn við að nota raunverulega
lifandi fyrirmynd
Hreinn skáldskapur er einungis hann sjálf-
ur; ekkert annað. Hann lýtur eigin lögmál-
um og er reistur á óhlutbundinni hugsun
hvers eðlis sem hún kann að vera um líf
mannsins og jörðina, efni hans er tínt saman
eftir bestu getu úr hugarefninu sjálfu og
skipulagt síðan af misjafnlega eðlislægri
getu eða hæfni viðkomanda til lista, hinum
ólíku þáttum hugarefnisins er skeytt saman
þannig að þeir renni í þá heild sem við
köllum skáldsögu.
Ef höfundur getur ekki fylgt að öllu leyti
kröfu sinni um hreinan skáldskap, að verk
hans sé algerlega eigin hugarsmíð, verður
hann að leita að fyrirmyndum í umhverfi
sínu. Hann kann að fínna þær, en um leið
og fundum þeirra og hugar hans ber saman
umhverfír hann þeim til þess að þær öðlist
sem flest sjálfstæð gildi og verði óþekkjan-
legar að öðru leyti en sem óhlutbundið verk
búið til af honum sjálfum.
í stórum samfélögum, hjá milljónaþjóð-
um tekur enginn eftir því hvort persóna í
sögubók kunni að líkjast karli eða konu í
næstu götu. Hjá þeim stunda lesendur ekki
stöðugan samanburðr á efni í bókmenntum
og nánasta umhverfi þeirra. Lesandinn fer
ekki að leiða hugann að slíku. I samtíman-
um koma flest skáld úr stórborgum en ekki
af útkjálkum, þau koma ekki lengur úr litl-
um þorpum þar sem allir þekkja alla, eins
og var altítt fram að lokum síðustu heims-
TMM 1993:1
55