Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Side 105

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Side 105
an, bömum þeirra, tvíburunum Salomón og Friðrik, Láru, lukkuprinsinum Vilhjálmi Eð- varð, partaprinsinum Sigfúsi yngra, Hróðnýju með klumbufótinn og loks íjárglæframanninum Bárði sem er faðir sögumanns, nafnleysingjans af yngstu kynslóðinni. Inn í þetta fjölskyldu- gallerí blandast svo margs konar skrautlegir karakterar, svo sem dægurlagasöngvarinn Kobbi Kalypsó, Júlli Koppur, Sigtryggur bfl- stjóri og Geiri á Lækjarbakka, konungssinni og ættfræðingur. Einar lætur sögumanninn halda öllu þessu safni saman og notar nú sjónarhornið til þess verks sem rýmið gegndi í Eyjabálknum þar sem Gamla húsið og goðsöguheimurinn, sem það grundvallaði, mynduðu umgjörð utan um atburði og persónur. Þannig hefst bókin á eftirgrennslan sögumanns um hið fallna ættar- setur, Lækjarbakka, sem varreyndaraldrei ann- að en fallítt gullnáma sem breyttist í skransölu, einskonar öskuhaugur fjarri mannabyggð. Hann opinberar smám saman vitneskju sína eða fáfræði um íjölskylduna, annað hvort í fyrstu persónu eða í gegn um alvitran sögumann í þriðju persónu. Þetta er ansi lunkið hjá Einari þar sem á milli sögumannanna er í sjálfu sér lítil fjarlægð önnur en sú sem felst í mismunandi notkun persónufomafna, auðveldara verður að stökkva á milli sjónarhoma án fyrirvara og þetta er sérstaklega áberandi til að byrja með á meðan fyrstu persónu sögumaðurinn stendur enn fyrir utan atburðina. Eftir því sem nær dregur sam- tímanum verður þessi ungi skrásetjari meira áberandi, hann upplifir atburðina á eigin skrokki og við það sýnist frásögnin færast nær lesanda. En hlutverk sögumannsins er ekki aðeins að skipuleggja og skrásetja. Hann reynir jafnffamt að átta sig á tildrögum og tilgangi eigin ffásagn- ar, uppmna skriftanna og sambandi ímyndunar- aflsins við heiminn umhverfis. Þessi hugsun hans er sparlega orðuð, reyndar svo sparlega að við fyrsta lestur finnst manni hún hálfgert skraut, eiginlega þvælast fyrir sögunum; en við nánari athugun em það þessi knöppu skilaboð sem gefa verkinu gildi, eru sakka hinna fyndnu og off grótesku sagna sem ættu á hættu að verða nokkuð grunnristar væri þeirri hugsun sem felst í sögumannsinnskotinu ekki fyrir að fara, þeirri umgjörð sem það ljáir verkinu. Vitfirringastræti Þessar hugleiðingar spinnast út frá lítilli vatns- litamynd sem prentuð er á móti titilsíðu og olli eflaust fleirum en mér heilabrotum þegar bókin var opnuð. Þessi mynd virðist samofin örlögum fjölskyldunnar. Það er hún sem ekki selst í grátfyndinni söluferð bamanna á Lækjarbakka þegar þau reyna að selja úrklippur úr dönskum vikublöðum sem móðir þeirra, Solveig, hefur rammað inn í von um að græða fáeinar krónur á þessu uppáhalds lestrarefni sínu. Hún hefur fyrir vana að flýja grimm örlög sín og menning- arsnauða heiðina með því að leggjast undir sæng og lesa sig burt úr klungrum og kulda, inn í annan heim og betri; myndimar em henni vegur inn í aðra vídd. Sögumanni verður einnig hugleikið þetta „útlenska“ við myndina því áreiðanlegt er að hún getur ekki verið frá ís- landi: „.. . því að til þess er allt of lífvænlegt, allt of hlýtt, allt of fallegt; þama em trén of há og fólki virðist líða of vel til að ég geti tengt það við sögustaðina héma norður við ysta haf ‘ (bls. 149). Myndin bregður því upp einskonar andhverfu „sögustaðarins". Á slóðum hennarkoðnarekki allt niður í harðneskju og kalsa líkt og raunin verður með flestar kvenpersónur bókarinnar en hvað átakanlegast hjá Ethel, hinni þýsku eigin- konu Friðriks geðlæknis. Hún flyst með honum upp á skerið þar sem hún einangrast í hinu framandlega umhverfi og fremur að lokum sjálfsmorð. Sögumaður sér þetta fyrir sér á myndinni, Friðrik snertir hana og hún stífnar upp en umleið læðistaðhennihugboð: „... um skrautblóm sem er rifið upp með rótum úr sín- um hlýja Iundi og hent upp á kaldan og veður- barinn eyðiklett . . .“ (149). Þó örlög annarra kvenna í bókinni, svo sem Solveigar, Lám og Hróðnýjar séu ekki jafn illskæð er þeim öllum TMM 1993:1 95
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.