Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Blaðsíða 105
an, bömum þeirra, tvíburunum Salomón og
Friðrik, Láru, lukkuprinsinum Vilhjálmi Eð-
varð, partaprinsinum Sigfúsi yngra, Hróðnýju
með klumbufótinn og loks íjárglæframanninum
Bárði sem er faðir sögumanns, nafnleysingjans
af yngstu kynslóðinni. Inn í þetta fjölskyldu-
gallerí blandast svo margs konar skrautlegir
karakterar, svo sem dægurlagasöngvarinn
Kobbi Kalypsó, Júlli Koppur, Sigtryggur bfl-
stjóri og Geiri á Lækjarbakka, konungssinni og
ættfræðingur. Einar lætur sögumanninn halda
öllu þessu safni saman og notar nú sjónarhornið
til þess verks sem rýmið gegndi í Eyjabálknum
þar sem Gamla húsið og goðsöguheimurinn,
sem það grundvallaði, mynduðu umgjörð utan
um atburði og persónur. Þannig hefst bókin á
eftirgrennslan sögumanns um hið fallna ættar-
setur, Lækjarbakka, sem varreyndaraldrei ann-
að en fallítt gullnáma sem breyttist í skransölu,
einskonar öskuhaugur fjarri mannabyggð.
Hann opinberar smám saman vitneskju sína eða
fáfræði um íjölskylduna, annað hvort í fyrstu
persónu eða í gegn um alvitran sögumann í
þriðju persónu. Þetta er ansi lunkið hjá Einari
þar sem á milli sögumannanna er í sjálfu sér lítil
fjarlægð önnur en sú sem felst í mismunandi
notkun persónufomafna, auðveldara verður að
stökkva á milli sjónarhoma án fyrirvara og þetta
er sérstaklega áberandi til að byrja með á meðan
fyrstu persónu sögumaðurinn stendur enn fyrir
utan atburðina. Eftir því sem nær dregur sam-
tímanum verður þessi ungi skrásetjari meira
áberandi, hann upplifir atburðina á eigin
skrokki og við það sýnist frásögnin færast nær
lesanda.
En hlutverk sögumannsins er ekki aðeins að
skipuleggja og skrásetja. Hann reynir jafnffamt
að átta sig á tildrögum og tilgangi eigin ffásagn-
ar, uppmna skriftanna og sambandi ímyndunar-
aflsins við heiminn umhverfis. Þessi hugsun
hans er sparlega orðuð, reyndar svo sparlega að
við fyrsta lestur finnst manni hún hálfgert
skraut, eiginlega þvælast fyrir sögunum; en við
nánari athugun em það þessi knöppu skilaboð
sem gefa verkinu gildi, eru sakka hinna fyndnu
og off grótesku sagna sem ættu á hættu að verða
nokkuð grunnristar væri þeirri hugsun sem felst
í sögumannsinnskotinu ekki fyrir að fara, þeirri
umgjörð sem það ljáir verkinu.
Vitfirringastræti
Þessar hugleiðingar spinnast út frá lítilli vatns-
litamynd sem prentuð er á móti titilsíðu og olli
eflaust fleirum en mér heilabrotum þegar bókin
var opnuð. Þessi mynd virðist samofin örlögum
fjölskyldunnar. Það er hún sem ekki selst í
grátfyndinni söluferð bamanna á Lækjarbakka
þegar þau reyna að selja úrklippur úr dönskum
vikublöðum sem móðir þeirra, Solveig, hefur
rammað inn í von um að græða fáeinar krónur
á þessu uppáhalds lestrarefni sínu. Hún hefur
fyrir vana að flýja grimm örlög sín og menning-
arsnauða heiðina með því að leggjast undir
sæng og lesa sig burt úr klungrum og kulda, inn
í annan heim og betri; myndimar em henni
vegur inn í aðra vídd. Sögumanni verður einnig
hugleikið þetta „útlenska“ við myndina því
áreiðanlegt er að hún getur ekki verið frá ís-
landi: „.. . því að til þess er allt of lífvænlegt,
allt of hlýtt, allt of fallegt; þama em trén of há
og fólki virðist líða of vel til að ég geti tengt það
við sögustaðina héma norður við ysta haf ‘ (bls.
149).
Myndin bregður því upp einskonar andhverfu
„sögustaðarins". Á slóðum hennarkoðnarekki
allt niður í harðneskju og kalsa líkt og raunin
verður með flestar kvenpersónur bókarinnar en
hvað átakanlegast hjá Ethel, hinni þýsku eigin-
konu Friðriks geðlæknis. Hún flyst með honum
upp á skerið þar sem hún einangrast í hinu
framandlega umhverfi og fremur að lokum
sjálfsmorð. Sögumaður sér þetta fyrir sér á
myndinni, Friðrik snertir hana og hún stífnar
upp en umleið læðistaðhennihugboð: „... um
skrautblóm sem er rifið upp með rótum úr sín-
um hlýja Iundi og hent upp á kaldan og veður-
barinn eyðiklett . . .“ (149). Þó örlög annarra
kvenna í bókinni, svo sem Solveigar, Lám og
Hróðnýjar séu ekki jafn illskæð er þeim öllum
TMM 1993:1
95