Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Blaðsíða 114

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Blaðsíða 114
þá sem henni líkar ekki við. Þó að Benjamín sé sögumaður stillir höfundur sig alveg um að gera hann að hetju. En hann fer langa leið í sögu sinni, og á leiðarenda hefur hann mikið lært. Andrés er ekki síður sannfærandi persóna. Hann er sá sem alltaf þarf að vera að gera eitthvað, jafnvel þó að það spilli fyrir, og hann hangir í reglunum. Ef menn kunna ekki reglur í leik eiga þeir ekki að vera með. Hann þolir heldur ekki að tapa og getur beitt óþokkabrögð- um ef honum rennur í skap. Svipmynd frá heim- ili hans segir okkur hvað hefur mótað hann. Til að reyna að ná athygli föður síns finnst honum hann verða að vera mestur og bestur — þó að hann þurfi að ljúga því til. Hann velur sér tví- höfða öm að merki — tákn um tvöfalt eðli hans. Baldur er eins fullkominn og hægt er án þess að persónan verði ósönn eða væmin. Hann er sonur einstæðrar móður og sérstaklega góður við litlu systur sína og mömmu, þrautseigur, næmur og réttsýnn. Á skildi hans er einhyrning- urinn, tákn skírlífis og heilagrar guðsmóður. Róland er sá sem skapar heild úr þessum ósamstæða hópi og heldur öllu saman meðan haldið verður. Hann er sterkur einstaklingur og framsýnn. Fyrir honum er ekkert óumbreytan- legt, heimurinn er til að umskapa hann. Hann hefur víða sýn og kemur með fortíðina inn í líf strákanna, í bókum, sögum og myndum. Hann er skáldið í hópnum og tákn hans er drekinn rauði sem tengir hann við ævintýri, riddara og hetjusögur. Fimmti drengurinn í bókinni er Helgi svarti, hrekkjusvínið sem aðstæður hafa magnað svo mikla illmennsku með en sem á í sér svo mikla gæsku. Hann verður hin eiginlega hetja bók- arinnar. Það er sérkenni þessarar barnasögu að full- orðnir fá líka að vera með. Við fáum skyndi- myndir af heimilum drengjanna og sjáum nóg af feðrum þeirra til að vita hvaðan þeir fá fyrir- myndirnar. (Sá hjartabesti á bara mömmu.) En Guðlaug verður ein af aðalpersónum bókarinn- ar, og saga hennar sem er sögð í fáum orðum segir ungum lesendum sitthvað um lífsbarátt- una. Guðlaug er beiskjulaus þrátt fyrir hörð örlög og afskaplega góð manneskja, en hún er engin gufa og hún veit vel hvað hún vill. Þung undiralda Guðlaug fer á sjúkrahús þegar húsið hennar brennur, og eitt fallegasta atriði sögunnar er þegar fólkið í hverfinu fagnar henni með mikilli útihátíð þegar hún kemur heim. En jafnvel á þeirri miklu sigurhátíð má heyra myrkan slátt undir niðri, því að við vitum að uppgjörið við Svörtu fjöðrina er framundan. Togstreitan milli góðs og ills myndar stöðuga spennu, og hún verður ennþá átakanlegri vegna þess að hið góða er ekki algott og umburðarlynt. Söguhetj- ur okkar hafa notað vopn bannfæringarinnar og það er of máttugt. Benjamín dúfa er þroskasaga; sagan eilífa um syndafallið þegar sakleysi æskunnar hlýtur sitt banahögg og ekkert verður samt eftir. Til þess að magna ffásögnina enn frekar vísar höfundur aftur í grunn menningar okkar, einkum með nöfnum persóna. Benjamín og Andrés eru báðir úr Biblíunni. Benjamín (sem þýðir hamingju- barn) var yngsti sonur Rakelar og Jakobs. Bæði Sál konungur og Páll postuli voru af ætt Benja- míns. Andrés var einn af postulum Krists, en að eðli og hlutverki minnir hann þó meira á Loka í norrænni goðafræði, og Baldur vísar beint á nafna sinn þar; í Reglu rauða drekans er hann meira að segja kallaður Baldur hvíti. Og Ró- land, sem er af gamalli skoskri ætt, ber nafn hins fræga franska riddara Rolands sem í íslenskum sögum er sagður systursonur sjálfs Karlamagn- úsar og er gjaman notaður sem viðmiðun þegar talað er um eitthvað mikilfenglegt. Til dæmis átti hann sverðið Dýrumdal sem er til jafnað sem besta sverðs í riddarasögum. Framan af sögu minnir Róland á Kristsmynd, en hann reynist vera sannur, jarðneskur riddari. Kristur er annar. Benjamín dúfa er fantalega vel hugsað og skrifað skáldverk, um leið og hún er afskaplega spennandi bamabók. Þetta er saga af sköpun 104 TMM 1993:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.