Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Blaðsíða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Blaðsíða 56
rómantísk aðdáun 19. aldarmanna á munn- legri frásagnarlist að fjara út. Bókfestu- menn voru að því leyti undir áhrifum frá menningarstraumum samtímans. Þeir þvinguðu sögurnar af grunni þjóðmenning- ar og endurmátu uppruna þeirra og eðli á þann hátt sem betur samræmdist bók- menntakenningum samtímans og eigin um- hverfi þeirra í þéttbýlinu. Annað atriði sem greinir dæmi íslendinga frá fyrri dæmum um hvemig upprennandi Evrópuþjóðir nýttu þjóðlega arfleifð er að íslendingar voru ekki sundmð þjóð sem þurfti að búa sér til sameiginlega fortíð. Pólitískt og sögulega höfðu þeir alltaf litið á sjálfa sig sem órofa heild sem markaðist af eyjunni sem þjóðin byggir. Auk þess fróðleiks sem íslendingasögur búa yfir var fortíð þjóðar- innar vandlega skjalfest í miðaldagögnum á borð við íslendingabók og Landnáma- bók.32 Osigur Þýskalands í fyrri heimsstyrjöld- inni mótaði straumhvörf í íslandssögunni. Þó að Danir hefðu verið hlutlausir í stríðinu sáu þeir tækifæri til að endurheimta svæði dönskumælandi manna í Slésvík sem þeir höfðu misst í stríðinu við Þjóðverja árið 1864 og vegna þessa áttu þeir erfitt um vik með að neita íslendingum um sjálfstæði árið 1918.33 Þó að íslendingar hafi ekki fengið endan- legt sjálfstæði það ár hafði þó unnist afger- andi sigur í sjálfstæðisbaráttunni. Þeir þurftu ekki lengur að berjast fyrir málum sínum við erlent ríki og eftir 1918 brey ttust áherslur fljótlega í íslensku menningarlífi. Nú beindust röksemdir í anda þjóðemis- hyggju ekki lengur að því að sannfæra Dani um að þjóðin gæti staðið á eigin fótum heldur fremur að því að sannfæra íslend- inga sjálfa um það. Þó var enn fyrir hendi talsverð andúð á Dönum og fór reyndar síst minnkandi í vissum hópum. Heimildir frá þessum tíma sýna reyndar nýja kennd: dul- inn óróleika yfir að missa nú það öryggi sem sambandið við Danmörku hafði veitt. Andstætt þessu vaknaði svo ýkt sjálfsupp- hafning sem mótvægi. Eftir 1918 veittu Danir íslendingum enga teljandi mótstöðu og baráttan fyrir fullu sjálfstæði snerist að miklu leyti um að skapa Islendingum nýja sjálfsmynd. Þetta ferli kostaði tilfínningalega togstreim, sem sjá má af því sem framar kom fram um bændur og skoðun þeirra á sannleiksgildi fomsagnanna. Það var hluti af þessu ferli er stærsti stjórnmálaflokkur íslands, Sjálf- stæðisflokkurinn, var stofnaður árið 1929, eftir að hinni eiginlegu sjálfstæðisbaráttu var lokið. En nafn flokksins vísaði reyndar til tvenns konar sjálfstæðis, sjálfstæðis þjóðarinnar og sjálfstæðis einstaklingsins. Nafnið á Sjálfstœðufólki eftir Halldór Lax- ness (1934-1935), þar sem dyggðum þjóðarinnar er hampað en þjóðernishyggj- an um leið kmfin án vægðar, er annað dæmi um hvemig baráttan fyrir sjálfstæði hreyfði við mönnum á sterkan hátt — og ólíkir hópar kepptu innbyrðis um nýjar skilgrein- ingar á nútíð og fortíð. Við þessar aðstæður verður þörfin fyrir trausta sjálfsmynd þjóðarinnar áberandi í skrifum margra íslenskra höfunda og náði það að sjálfsögðu langt út fyrir raðir þeirra manna sem boðuðu bókfestukenningu í fornsagnarannsóknum. Við skulum taka eftirfarandi umfjöllun um læsi sem dæmi. Hana er að finna í ritgerð um menntun íslendinga á 18. öld, sem Hallgrímur Hallgrímsson bókavörður birti árið 1925. Kaflinn um læsi á 18. öld hefst með því að fjallað er um þann tíma en 46 TMM 1993:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.