Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Blaðsíða 100
af j ákvæðir—og hættir reyndar til að verða
leiðinlegir sakir helgislepju; en aðrir
hneigjast til brandesarstefnu: eru nei-
kvæðir og blása út smávægilega galla með
gífuryrðum, t.d. um að innkalla þurfi bók-
ina eða með því að hauskúpumerkja bækur
eins og eitur fyrir einhverja vankanta.
Þess má loks geta að í bók Paglia eru tvær
greinar um Madonnu og hér er sú fyrri og
styttri þýdd, enda aðgengilegri og almenn-
ari að efni. í síðari greininni rekur höfundur
myndbönd stjörnunnar og útskýrir nánar
það sem kalla mætti hinn nýja kvenleika
hennar. Hún ber saman Madonnu og Mari-
lyn Monroe og segir þær harla ólíkar; Mad-
onna sé manísk, vinnusjúk og vilji hafa allt
fullkomið; Marilyn hafi hins vegar notað
áfengi og eiturlyf. Marilyn hafi verið fljót-
andi og dreymin, Madonna sé mælsk,
stjómsöm og ákveðin. í þessum saman-
burði sést vel að Paglia dáir Madonnu
vegna þess að Madonna er andstæð hinni
undirgefnu kvemmynd, sem Monroe var
fulltrúi fyrir. Og það er einmitt lykilatriði í
hugmyndum Paglia að konur verði að vera
sjálfstæðar og taka ábyrgð á sjálfum sér og
gerðum sínum. Frelsi fylgir alltaf ábyrgð—
líka kvenfrelsi.
í sömu grein segir Paglia að árið 1985
hafi andstaðan við Madonnu fyrst komið
glöggt í ljós (10). Henni vom ekki veitt
Grammy-verðlaunin þrátt fyrir augljósa
verðleika og þá hófu siðapostular og fem-
ínistar atlögur sínar gegn henni. Hún var
sögð lítillækka kvenkynið, hún væri gróf,
heimsk, tækifærissinnuð og guðlastari.
Öllu þessu hafnar Paglia. Hún vísar því á
bug að karlar séu vondir kúgarar og konur
kynferðisfórnarlömb og minnir á Delíu og
Helenu fögm forðum daga — og nú síðast
Madonnu, sem gefið hafi konunni að nýju
vald yfir sviði kynferðisins. Madonna hefur
endurvakið tælandi og líkamlegan kven-
leika Miðjarðarhafsins, segir Pagha, og
boðið orðavaðli engilsaxneska femínism-
ans birginn.
Sú spuming virðist áleitin hvort Camille
Paglia veiti ferskum straumi inn í réttinda-
baráttu kvenna eða hvort hún spilli fyrir
henni. Væri gaman að vita hvaða skoðun ís-
lenskar konur hafa á því.
Tilvísun
1. Bók Paglia kom út hjá Vintage Books (New York)
árið 1992 og er 337 blaðsíður. Síðutölur í svigum í
þessari grein vísa til bókarinnar.
90
TMM 1993:1