Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Blaðsíða 34
með ráða þeir örlögunum í nýjum heimi.
Þessu tengdist helgisiður, sem Norðmenn
iðkuðu fram á síðustu öld. Þegar bændur
reistu nýtt hús plöntuðu þeir tré áður en
hafizt var handa, tuntre var það kallað.17
í helgum lundum við Uppsali og Hleiðru
hengdu menn fómardýr í tré, hunda, hesta,
hana, jafnvel menn. Freistandi er að ætla,
að hænsnfuglum hafi verið fómað til Hæn-
is, e.t.v. íþeimtilgangi aðþeirkveddu menn
síður til vopna.
Óðinn var guð vizku og stríðs, galdurs og
seiðs. Hænir var trúr fylgdarmaður hans og
orðið er skylt hænu og hana. Freistandi er
að álykta sem svo, að Hænir sé ein birting-
armynd Óðins, sá sem rýnir í framtíðina, sér
örlög og spáir.
Hinn ríki
í Hauksbók er skotið inn fjórum vísuorðum
undan síðasta erindi ef miðað er við Kon-
ungsbók. Þessi vísa hljóðar svo:
Þá kemur inn ríki
að regindómi
öflugur ofan,
sá er öllu ræður.
Vísunni er ofaukið í kvæðinu. Synir Bald-
urs og Haðar búa í Valhöll hinni nýju, þar
er Hænir og sér til framtíðar, hefur vígt nýtt
heimstré. í sal sólu fegri búa dyggvar dróttir
og um aldurdaga
yndis njóta.
Þetta er rökréttur endir kvæðisins áður en
höfundur slær bom í það með því að lýsa
fyrirboðum ragnaraka og láta völvuna
hverfa. Mér finnst augljóst, að kristinn
kvæðamaður hafi aukið erindi um hinn ríka
í kvæðið og ekki látið staðar numið við það,
heldur einnig bætt viðlagi nútíðarlýsingar-
innar, Vituð ér enn — eða hvað?, aftan við
vísur nr. 63 og 64. Án komu hins ríka, sem
öllu ræður, væri stefinu ofaukið eins og
raunin er í Konungsbók. Endurfæddum
goðum stafar einungis ógn af hinum ríka,
sem öllu mun ráða. Það hlýtur að vera al-
máttugur guð, sem hefur örlögin í sinni
hendi. Þessi viðbót er því dæmi um það sem
sagt var í upphafi, hver kynslóð mótaði
kvæðið í samræmi við ríkjandi menningar-
strauma.
Veturinn 1990-91 stundaði ég nám í trúarbragða-
sögu við Hafnartiáskóla hjá Vagn Duekilde. Þá
voru þessar hugleiðingar festar á blað í þeim
tilgangi að nota þær síðar við kennslu í fram-
haldsskóla. Þær birtast hér nokkuð auknar og
endurskoðaðar. Ég þakka Gísla Sigurðssyni fyrir
þarfar ábendingar.
TMM 1993:1
24