Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Page 44

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Page 44
sýnt að Skarðverjar rétt eins og Oddaverjar og Haukdælir gátu rakið ættir til Síðu- Halls. Vafalaust hefur það öðrum þræði verið skyldleikinn við Haukdæli sem kom Þórði til að skrifa sérstakan þátt um þá og skeyta inn í íslendinga sögu en í lok þáttarins er nefnt að móðurmóðir hans hafi verið systir Gissurar jarls. í Haukdœla þætti eru ættir þeirra raktar allt frá landnámsmanninum Ketilbimi Ketilssyni á Mosfelli en ættartal- an frá Halli Teitssy ni í Haukadal er hliðstæð niðjatölunum í ættartölubálki Sturlungu og mun þaðan runnin (Pétur Sigurðsson 24- 31). Annars hefur höfundurinn einkum ætl- að með þættinum að draga fram hlut Haukdæla í samsteypuritinu og gera þá verðugri andstæðinga Sturlunga. Ýmsar viðbætur hans í samsteypunni sýna að hann vildi auka við sögu Gissurar jarls og jafnvel árétta að besti kosturinn eftir innanlands- ófrið Sturlungaaldar hafi verið jarldæmi undir hans stjórn (Úlfar Bragason, 1991). Með því að rekja ættir sínar til landnáms- manna braut Sturlunguhöfundur í bága við fordæmið sem Sturla gaf honum í ættar- tölubálknum. Um leið bar hann vitni þeirri nauðsyn íslenskra forystumanna að treysta sig í sessi eftir átök Sturlungaaldar og sýndi enn frekar en Sturla að höfðingjar höfðu lært af erlendum valdsmönnum að tengja áhrif sín og eignir ætterni. Þórður Narfason batt ætt sína svo kirfilega við Skarð á Skarðströnd að hún hefur setið jörðina allar götur síðan. Þótt Sturlunga færi ekki sönnur á að höfðingjar á 13. öld hafi reist völd sín á langfeðgatali sýnir ættartölubálkurinn fulla viðleitni í þá átt. Langfeðgatöl höfðingja- ætta, sem annars staðar eru varðveitt, draga úr öllum efa í þessu efni. Ættarmetnaðurinn kemur auk þess fram í viðaukum höfundar Sturlungu. Á sama tíma og höfðingjamir skiptu landinu á milli sín í áhrifasvæði og helguðu sér óðul fóru þeir að nota sérstök nöfn um ættir sínar og gera ráð fyrir að ákveðnir eiginleikar erfðust innan þeirra. Sturla Þórðarson gerði Staðarhól að kjör- býli sínu og völd vill hann hafa í sveitum við botn Breiðafjarðar og jafnvel suður um Borgarfjörð. Hann var ekki borinn til arfs af því hann var fæddur utan hjónabands. í orði og verki varð hann þó ef til vill mestur Sturlungurinn. Með ættartölur og rím að leiðarljósi festi hann sigra og ósigra ættar sinnar á bókfell og harmaði hvernig ætt- ingjar sínir hefðu spilað úr völdum sínum og hvernig aðrar ættir hefðu troðið á rétti þeirra. En þótt Sturla sjái valdabaráttuna á 13. öld fyrir sér á svipaðan hátt og höfundar íslendingasagna og felli hana í sama mót og þeir gerðu í sögum sínum (Úlfar Bragason, 1986: 37-83) er engu síður ljóst að ættar- hyggjan er önnur hjá honum en menn gerðu ráð fyrir að verið hefði á söguöld. Sturla ber takmarkalausa virðingu fyrir föður sínum og frá honum fær hann nafn, eign og þjóð- félagsstöðu í arf (Ciklamini 212-219) og rétt eins og faðir hans leiddi hann til arfs vill hann tryggja stöðu sonar síns. Höfðingjarnir höfðu lært af að umgangast Noregskonunga og hirðmenn þeirra og vom famir að líta á sig sem arftaka ætt- bundinna valda. Göfugur uppruni var ein helsta röksemd þeirra fyrir auknum völd- um. Ættarmetnaður höfðingjanna þróaðist loks svo að þeir vildu eignast langfeðgatal sitt allt frá Adam. Með því sótti feðraveldið sér stuðning í kristna trú (sbr. Spiegel 51- 52). Ættarhyggjan í Sturlungu ber vitni um hugsunarhátt íslenskra höfðingja á 13. öld. Ættartölumar hafa haft þjóðfélagslegu og 34 TMM 1993:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.