Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Blaðsíða 27

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Blaðsíða 27
Norðurlanda hafi verið vanatrúar, en til þeirrar ættar teljast þau goðmögn, sem ráða frjósemi og veðurgæzku til lands og sjávar, þar með í raun afkomu manna og lffi. Indó- evrópskar þjóðir lögðu undir sig Norður- lönd á öðru árþúsundi fyrir okkar tímatal. Margir álíta, að með þeim hafi komið trúin á æsi og blandazt þeim trúarbrögðum, sem fyrir voru. Þeir menningarárekstrar lifnuðu síðar í goðsögnum, sem fléttuðu saman gamalt og nýtt. Franski trúarbragðafræðingurinn G. Dumézil og fleiri telja, að hliðstæðar goð- sagnir í öðrum indóevrópskum trúarbrögð- um, t.d. indverskum og rómverskum, kollvarpi þessari kenningu. Þar var ekki hliðstæðum átökum til að dreifa, samt sem áður urðu til sambærilegar goðsagnir. Það tengist þrískiptu hlutverki goðmagnanna og stéttaskiptingu meðal fomþjóða að mati Dumézils. Æðstir vom konungar og aðrir stjómendur. Þeirra guð stóð efstur, stjóm- aði lögum og rétti og réð yfir töframætti. Stríðsmenn áttu sinn guð, herskáan og ógn- vekjandi, en friðsamur almúginn, bændur og búalið, dýrkaði frjósemisöflin.13 A Norðurlöndum var ekki jafnskýr stétta- skipting og meðal suðrænna þjóða. Bændur lögðu frá sér ár eða orf og tóku öxi í hönd, höfðingjar sóttu sjó o.s.frv. Goðsögnin um stríðið sýnir einkum, að trúarbrögðin eru að breytast, þjóðfélagið verður fjölbreyttara. Bændum nægir ekki að dýrka frjósemisöfl- in, Njörð, Frey og Freyju, álfa og dísir og aðrar vættir, þeir þurfa líka að leita sér friðar til að sigla með vaming sinn, blóta sér til trausts og halds vegna árása, reka réttar síns á þingi o.s.frv. Goðsagnir um vanastríðið eru því vottur þess, að guðstrú manna verð- ur margbrotnari, fómir dreifast á fleiri goð- mögn en áður. Fyrsta víg í heimi á sér stað þegar æsir reyna að drepa Gullveigu til að koma í veg fyrir þann ófarnað, sem af henni leiðir. Gullveig er ein, en æsir vega allir að henni, og það sýnir, hversu áríðandi var talið að útrýma Gullveigu. Það er réttnefnt fólkvíg, en það mistekst. Gull-veig, drykkur af gulli, gullið per- sónugert í líki konu. Svo hafa menn skýrt nafnið og sagt sem svo, að Gullveig sé tákn fyrir gullþorsta, ágimd, sem leiði til ófar- sældar. Sumir sjá Gullveigu sem tilraun til að endurheimta það gull, sem æsir eiga að hafa tapað með innrás þriggja þursameyja. Gullveig er ágimdin. Æsir áttu nóg gull, notuðu það í nytjahluti; var þeim vettergis / vant úr gulli. En gull verður hættulegt þegar goð og menn sækjast eftir því í sjálfu sér. Þá verður það ófriðarvaldur, fyrst með- al goða, síðan manna. Þess vegna er Gull- veig geimm studd í höllu Hárs, Óðins. Að styðja hana geirum er að stinga svo með spjótum, að hún fellur ekki, svo þétt standa á henni spjótin. Síðan er hún brennd, en það var eina ráðið til að losna við fordæður. Þetta er síðan endurtekið þrisvar sinnum, en þó lifir hún enn. Spjótalögin og endurtekn- ingin benda til, að vísan sé heimild um helgisið, ritúal. Eitt af einkennum Óðins er spjótið, og það tengist fómarathöfn. Sjálfur var Óðinn geiri stunginn er hann fómaði sjálfum sér til þess að öðlast æðstu vizku, samband við heim dauðra. Þó hún enn lifir, segir í vísuorði. Ásum tókst ekki að útrýma ágimdinni. Vísan kann að benda til helgi- siðar með þeim hætti, að menn hafi brennt mynd Gullveigar til þess að styrkja fram- gang veraldar á viðsjálli tíð, útmála háska- semi ágimdarinnar. í 22. erindi kemur Heiður til sögunnar, en nafnið er völvuheiti, líklega skylt heiði og TMM 1993:1 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.