Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Side 14

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Side 14
falsað málverk—hún villir hvorki á sér heimildir né blekkir. Ljósmynd sýnir en reynir ekki að sýnast. Þá krefst eftirlíkingin óhjákvæmilega einhverrar œtlunar, en það á heldur ekki við um ljósmyndina sem með engu móti getur vikið frá því eðli sínu að líkjast þeim hlut sem „ljær“ henni mynd sína. Hún líkist fyrirmyndinni án þess að ætla sér það sérstaklega og líkirþví í raun alls ekki eftir henni. Þennan grundvallarmun á því að líkjast og því að líkja eftir virðast menn oft tregir til að sjá. Ljósmyndin getur aldrei orðið til án fyrirmyndar og er að því leyti vissulega eins og „skuggi" en þó með þeim veigamikla mun að það er Ijós en ekki Ijósskortur sem varpast og getur af sér mynd. Með ljósinu flyst ásýnd fyrirmyndarinnar yfir á ljósmyndina eða öllu heldur hœfileikinn til að varpa frá sér nýrri ásýnd sem líkist þeirri fýrri. Ljósmyndin er því í rauninni samansett af þessu tvennu; sinni eigin ásýnd og ásýnd þess sem gaf henni mynd — og það er þessi tvíþætta, samsetta ásýnd sem hún „speglar“ frá sér. Hér getur verið gagnlegt að bera ljósmynd saman við málverk. Málverk getur vissulega líkst (eða líkt eftir) tiltekinni fyrirmynd en ljósið sem málverkið varpar frá sér á ekkert skylt við það ljós sem frá fyrirmyndinni kom. Að vera eða vera ekki Á skuggsjá klettsins ég kasta hans hljóm að knýja fram andsvör, í djúpinu byrgð. —Hljóðaklettar, Einar Benediktsson Ljósmyndin tengist því veruleikanum mun nánari og sterkari böndum en nokkur eftirlíking getur gert. í þessum tengslum felst þó jafnframt viss grundvallarmótsögn sem öðru fremur setur svip sinn á ljósmyndina og markar henni bás. Ljósmyndin er þannig á einum og sama tíma mynduð úr sinni eigin ásýnd og ásýnd fyrirmyndarinnar — hún er það sem hún sýnir en er auðvitað ekki fyrirmyndin sjálf. Ljósmyndin er því á vissan hátt veruleikinn bæði í reynd og sýnd en þar sem hún lætur þó aldrei „negla sig niður“ er sennilega nær að segja að hún sé hvort tveggja og hvorugt í senn. Þessi mótsagnakenndu tengsl ljósmyndar og veruleika ætla ég hér á eftir að kalla raunsýnd og bæta þannig enn einni mótsögninni við. Flestar umræður um listræna stöðu ljósmynda leiðast fyrr eða síðar út í samanburð á ljósmynd og málverki. Sá samanburður á vissulega rétt á sér en hin ólíka staða ljósmyndar og málverks gagnvart veruleikanum gerir hann vandmeðfarinn. Þessir tvívíðu myndmiðlar eru auðvitað á margan hátt 12 TMM 1994:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.