Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Side 18

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Side 18
Halldór Guðmundsson Froskur stingur sér í tjörn — um túlkun og upplifun listaverka Skáldskapurinn er viðfangsefni bókmenntafræðinnar, helsti veruháttur hennar er túlkunin. Bókmenntafræðingurinn les tiltekið verk, og umritar texta þess í annan texta, til þess að opna verkið, skýra og gera eftir atvikum skiljanlegra — eða óskiljanlegra. Hversu mismunandi skilning sem túlkend- ur kunna að leggja í hugtakið verk, höfund, texta eða túlkun, og enda þótt þeir kunni að líta á alla merkingarmyndun sem leik, eiga þeir þetta oftast sameiginlegt: þættir úr texta verksins eru teknir úr samhengi þess og settir í annað, undir mismunandi formerkjum. Túlkun er umritun. Margræðni bókmenntanna og íjölbreytileiki túlkana veldur því að menn örvænta stund- um, og grípa til algerrar afstæðishyggju: Allar túlkanir eiga rétt á sér, engin ein er réttari en önnur, kannski er best að leggja á þær listræna mælikvarða, því hvergi er fast land undir fótum. Afstæðishyggja í bókmenntafræði hefur þó verið á undanhaldi síðustu ár (og er takmörkuð eftirsjá að henni), ekki síst fyrir áhrif túlkunar- heimspekinnar.1 Er þá minnt á þá skoðun Wittgensteins að við séum því aðeins að túlka, að við setjum fram tilgátur sem hægt er að afsanna. Sá sem lýsir verki er ekki að túlka það í eiginlegri merkingu, ekki heldur sá sem miðlar öðrum af öruggri vitneskju, né sá sem lætur það vera kveikju eigin hugarflugs. Nú er ljóst að mælikvarði Wittgensteins getur ekki átt við allar túlkanir í bókmenntafræði, en margar. Og við höfum þrátt fýrir allt tvo mælikvarða á bókmenntatúlkanir sem skila okkur nokkuð áleiðis í áttina að niðurstöðu um sannleiksgildi þeirra: Textann sjálfan og svo fræðilegar for- sendur túlkandans. Engu að síður hefur sú hugsun eflaust einhvern tíma leitað á flesta bókmenntaffæðinga að túlkunin sé ófullnægjandi, eitthvað verði útundan sem ætti að vera ómissandi. Ein skýring á þessu er viss þekkingarfræðilegur veikleiki, sem oft má finna í bókmenntatúlkun á þessari öld. Það er sá veikleiki sem Fredric Jameson hefur, með hugtaki Althussers, kennt við „orsakasamhengi tjáningar1'.2 Bókmenntaverk eru þá iðulega lesin sem allegóríur, textinn greindur sem einskonar táknræn tjáning annars og dýpri texta, hvort sem það er „sagan sem átök hagrænna afla“, eða „mótun sjálfsins 16 TMM 1994:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.