Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Blaðsíða 18
Halldór Guðmundsson
Froskur stingur sér í tjörn
— um túlkun og upplifun listaverka
Skáldskapurinn er viðfangsefni bókmenntafræðinnar, helsti veruháttur
hennar er túlkunin. Bókmenntafræðingurinn les tiltekið verk, og umritar
texta þess í annan texta, til þess að opna verkið, skýra og gera eftir atvikum
skiljanlegra — eða óskiljanlegra. Hversu mismunandi skilning sem túlkend-
ur kunna að leggja í hugtakið verk, höfund, texta eða túlkun, og enda þótt
þeir kunni að líta á alla merkingarmyndun sem leik, eiga þeir þetta oftast
sameiginlegt: þættir úr texta verksins eru teknir úr samhengi þess og settir í
annað, undir mismunandi formerkjum. Túlkun er umritun. Margræðni
bókmenntanna og íjölbreytileiki túlkana veldur því að menn örvænta stund-
um, og grípa til algerrar afstæðishyggju: Allar túlkanir eiga rétt á sér, engin
ein er réttari en önnur, kannski er best að leggja á þær listræna mælikvarða,
því hvergi er fast land undir fótum.
Afstæðishyggja í bókmenntafræði hefur þó verið á undanhaldi síðustu ár
(og er takmörkuð eftirsjá að henni), ekki síst fyrir áhrif túlkunar-
heimspekinnar.1 Er þá minnt á þá skoðun Wittgensteins að við séum því
aðeins að túlka, að við setjum fram tilgátur sem hægt er að afsanna. Sá sem
lýsir verki er ekki að túlka það í eiginlegri merkingu, ekki heldur sá sem
miðlar öðrum af öruggri vitneskju, né sá sem lætur það vera kveikju eigin
hugarflugs. Nú er ljóst að mælikvarði Wittgensteins getur ekki átt við allar
túlkanir í bókmenntafræði, en margar. Og við höfum þrátt fýrir allt tvo
mælikvarða á bókmenntatúlkanir sem skila okkur nokkuð áleiðis í áttina að
niðurstöðu um sannleiksgildi þeirra: Textann sjálfan og svo fræðilegar for-
sendur túlkandans.
Engu að síður hefur sú hugsun eflaust einhvern tíma leitað á flesta
bókmenntaffæðinga að túlkunin sé ófullnægjandi, eitthvað verði útundan
sem ætti að vera ómissandi. Ein skýring á þessu er viss þekkingarfræðilegur
veikleiki, sem oft má finna í bókmenntatúlkun á þessari öld. Það er sá
veikleiki sem Fredric Jameson hefur, með hugtaki Althussers, kennt við
„orsakasamhengi tjáningar1'.2 Bókmenntaverk eru þá iðulega lesin sem
allegóríur, textinn greindur sem einskonar táknræn tjáning annars og dýpri
texta, hvort sem það er „sagan sem átök hagrænna afla“, eða „mótun sjálfsins
16
TMM 1994:2