Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Blaðsíða 19

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Blaðsíða 19
í átökum við ödipusarduld“, eða „saga kynferðisins og þagnarinnar“. Slík sjónarhorn geta að sjálfsögðu verið forvitnileg og jafnvel þörf, en stundum gleymist að greinandi sem finnur þennan „undirtexta“ í tilteknu verki, er öðru fremur að færa sönnur á kenninguna um téðan undirtexta, sem er jaíhan sá sami þótt hann tjái sig með ótal tilbrigðum. Þetta takmarkar þekkingarfræðilegt gildi — eða eigum við bara að segja upplýsingagildi? — viðkomandi túlkunar. En önnur skýring, og sú sem er kveikja þessara hugleiðinga, er að fræðilega bókmenntatúlkunin er einatt hlutlaus eða þögul um það sem ljær viðfangs- efninu sérstöðu: Bókmenntagildið. Þegar rússneskir formalistar risu gegn endalausum ævisögurannsóknum í bókmenntum, gerðu þeir það í nafni „hins bókmenntalega“, leituðu svara við spurningunni hvað það sé sem gerir bókmenntatexta að bókmenntum en ekki t. d. sendibréfi eða skýrslu. Og framhaldsspurningin er eðlilega sú, hvað geri sum bókmenntaverk betri en önnur. Þarf bókmenntafræðin á fagurfræði að halda? Þeir „túlkunarsinnar“ sem lengst ganga neita því, telja fagurfræði í besta falli velviljaða markleysu.3 Bókmenntafræði er þá í raun bara eitt nafn túlkunarfræðinnar, það sem sú síðarnefhda heitir þegar hún fæst við það sem kallað er bókmenntir; hún er undirgrein allsherjar táknfræði sem túlkar hvort heldur eru auglýsingar eða ljóð, stjórnmálaræður eða sjónvarpsþætti og lætur sig engu skipta hvort bókmenntir eru vondar eða góðar. Þessi bókmenntafræði getur ekki frekar en maðurinn sjálfur svarað spurningunni: hvers vegna er ég til?, því hún spyr ekki um muninn á bókmenntum og öðrum textum. Að sönnu hafa fræðimenn allt frá tímum Aristótelesar kannað sérstöðu bókmenntatexta, ekki síst með því að lýsa þeim margvíslegu stílbrögðum sem þar má finna. En þau fræði eru flokkun og lýsing, í sumum tilvikum ritskýring, fremur en túlkun — oft virðist djúp þar á milli. Mér sýnist að þessi ófullnægja túlkandans, — að geta ekki sagt í krafti sinna fræða hvað sé gott við tiltekið verk, hvað höfði til hans, heilli hann, — sé kveikjan að bók Roland Barthes, La chambre claire.4 Roland Barthes var einhver snjallasti táknffæðingur og túlkandi okkar tíma, og þessi síðasta bók hans kom út 1980, árið sem hann lést. Það rennir stoðum undir skoðun mína á tilefni hennar að Barthes skrifaði hér ekki um bókmenntaverk, heldur um ljósmyndir. Einmitt vegna þess að það er að hans dómi „ekki hægt að umbreyta (ræða um) ljósmynd heimspekilega“ (bls. 5); það verður að taka ljósmynd bókstaflega eða með öðrum orðum, hún er öllþar sem hún er séð. Með þessari tilgátu losnar Barthes við „undirtextann“ sem sérhver túlkandi hefur yfirleitt í farteski sínu, hann getur einbeitt sér algerlega að því sem blasir við. Og leitað þar svara við spurningunni hvað það sé sem heilli hann eða hrífi við tilteknar myndir. Það kemur ekki á óvart að Barthes finnur ekki TMM 1994:2 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.