Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Side 34
En eru þetta raunverulegar endurminningar í hefðbundnum skilningi
þess orðs? Sjálfur segir Þórbergur í viðtali við Matthías Johannessen:
Mín kenning er sú, að allt sem lesandinn getur konstanterað í
bókum, eigi að vera nákvæmlega rétt, hárrétt. Já, allt, sem menn
geta gengið úr skugga um við lestur eða síðari athugun. En þar sem
lesandinn getur ekki gengið úr skugga um efnið, má höfundurinn
bregða á leik. Ef lesandinn sér, að það er rétt sem hann getur
konstanterað, þá trúir hann líka hinu. Fyrsta krafa til bókar á að
vera sú, að hún verki sannfærandi.3
Sá maður sem hér talar er útsmoginn skáldsagnahöfundur.
Fyrrgreint viðtal er mjög forvitnileg heimild um afstöðu Þórbergs til
skáldsagnagerðar, og kemur vel heim við ummæli í þeim drögum að
sjálfsævisögu frá 1938-9 sem Helgi Sigurðsson bjó til prentunar í Tímariti
Máls og menningar 1991.
Af þessum heimildum er ekki að sjá að Þórbergur sé neitt sérlega andvígur
skáldsögunni sem slíkri. Honum leiðast bara flestar skáldsögur, þykist sjá í
gegnum þann lygavef sem þær séu í raun og veru. Um leið uppfylla þær ekki
þær kröfur sem hann vill gera til bóka, að þær séu bæði fræðandi, göfgandi
og örvandi. Rithöfundurinn á að nauðaþekkja það umhverfi sem hann ritar
um, hugsunarhátt fólksins, sögu þess og menningu, auk þess sem hann á að
búa yfir víðtækri almennri þekkingu. Þórbergur segist ekki hafa haft áhuga
á að „búa til“ persónur, heldur hafi hann lyft lifandi fólki upp á hærra svið.
Flestar tilbúnar persónur séu reyndar ekkert annað en uppsmíðun úr lífinu.
Síðan segir hann:
Ég er ein helzta persónan í öllum mínum „skáldsögum“. /.../ ég
skrifa svona um sjálfan mig, af því ég er eina persónan undir
sólinni, sem ég þykist þekkja. (19)
Þórbergur lítur á þennan skáldskap sinn sem jafngildi skáldsagna, eða
skáldsögur í æðra veldi. í handritinu kallar hann ritform íslensks aðals og
Ojvitans mestu „nýjung í bókmenntum vorum síðan Bjarni Thorarensen og
Jónas Hallgrímsson innleiddu rómantísku stefnuna.“4 Eins og aðrir alvar-
legir höfundar fjallar hann um hið algilda í ljósi hins einstaka. Hann velur
sér aðeins þann söguheim sem hann nauðaþekkir. En af því að hann er síður
en svo einn um þá þekkingu verður hann að leggja á sig margfalt erfiði til að
gera frásögn sína trúverðuga í öllum greinum. „Ef lesandinn sér, að það er
rétt sem hann getur konstanterað, þá trúir hann líka hinu.“
32
TMM 1994:2