Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Síða 34

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Síða 34
En eru þetta raunverulegar endurminningar í hefðbundnum skilningi þess orðs? Sjálfur segir Þórbergur í viðtali við Matthías Johannessen: Mín kenning er sú, að allt sem lesandinn getur konstanterað í bókum, eigi að vera nákvæmlega rétt, hárrétt. Já, allt, sem menn geta gengið úr skugga um við lestur eða síðari athugun. En þar sem lesandinn getur ekki gengið úr skugga um efnið, má höfundurinn bregða á leik. Ef lesandinn sér, að það er rétt sem hann getur konstanterað, þá trúir hann líka hinu. Fyrsta krafa til bókar á að vera sú, að hún verki sannfærandi.3 Sá maður sem hér talar er útsmoginn skáldsagnahöfundur. Fyrrgreint viðtal er mjög forvitnileg heimild um afstöðu Þórbergs til skáldsagnagerðar, og kemur vel heim við ummæli í þeim drögum að sjálfsævisögu frá 1938-9 sem Helgi Sigurðsson bjó til prentunar í Tímariti Máls og menningar 1991. Af þessum heimildum er ekki að sjá að Þórbergur sé neitt sérlega andvígur skáldsögunni sem slíkri. Honum leiðast bara flestar skáldsögur, þykist sjá í gegnum þann lygavef sem þær séu í raun og veru. Um leið uppfylla þær ekki þær kröfur sem hann vill gera til bóka, að þær séu bæði fræðandi, göfgandi og örvandi. Rithöfundurinn á að nauðaþekkja það umhverfi sem hann ritar um, hugsunarhátt fólksins, sögu þess og menningu, auk þess sem hann á að búa yfir víðtækri almennri þekkingu. Þórbergur segist ekki hafa haft áhuga á að „búa til“ persónur, heldur hafi hann lyft lifandi fólki upp á hærra svið. Flestar tilbúnar persónur séu reyndar ekkert annað en uppsmíðun úr lífinu. Síðan segir hann: Ég er ein helzta persónan í öllum mínum „skáldsögum“. /.../ ég skrifa svona um sjálfan mig, af því ég er eina persónan undir sólinni, sem ég þykist þekkja. (19) Þórbergur lítur á þennan skáldskap sinn sem jafngildi skáldsagna, eða skáldsögur í æðra veldi. í handritinu kallar hann ritform íslensks aðals og Ojvitans mestu „nýjung í bókmenntum vorum síðan Bjarni Thorarensen og Jónas Hallgrímsson innleiddu rómantísku stefnuna.“4 Eins og aðrir alvar- legir höfundar fjallar hann um hið algilda í ljósi hins einstaka. Hann velur sér aðeins þann söguheim sem hann nauðaþekkir. En af því að hann er síður en svo einn um þá þekkingu verður hann að leggja á sig margfalt erfiði til að gera frásögn sína trúverðuga í öllum greinum. „Ef lesandinn sér, að það er rétt sem hann getur konstanterað, þá trúir hann líka hinu.“ 32 TMM 1994:2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.