Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Page 71
Páll Skúlason
Að vera á skilafresti
Um heimspeki Jacques Derrida
Jacques Derrida er sérfræðingur í heimspekisögu og túlkun heimspeki og
skáldskapar. Hann er frjór, afkastamikill og umdeildur höfundur, sem hristir
gjarnan upp í hugmyndaheimi lesenda sinna og fær þá til að endurskoða
afstöðu sína og viðtekin viðhorf. Iðulega tekst honum að skapa nýtt sjónar-
horn á umræðuefnið með því að beina athyglinni að því sem ekki virðist
skipta máli og talið er aukaatriði. Segja má að hann beiti þeirri aðferð að
koma sér aldrei beint að efninu, heldur óbeint, frá hlið eða skáhallt, sem sagt
úr þeirri átt sem viðmælandinn á síst von á. Þar með knýr hann lesendur
sína eða hlustendur til að bregðast öðruvísu við en þeir er vanir og líta efnin,
sem til umræðu eru, öðrum og opnari augum en áður.
Aðferð þessari beitir hann miskunnarlaust í viðtali því sem hér fer á eftir.
Þetta kann að virka á menn eins og hann ætli sér af stráksskap, ef ekki
hrekkvísi, að rugla menn í ríminu, slá þá út af laginu, koma þeim í opna
skjöldu. Og þá gefast sumir upp af einskærri hugsunarleti eða bregðast
jafhvel við af hreinræktaðri illkvittni og fullyrða að Derrida sé „óskiljanlegur
rugludallur“.
Vafalaust má stundum til sanns vegar færa að Derrida ætli sér að rugla
menn í ríminu, en ástæðan er samt allt önnur en sú að hann sé að reyna að
vera frumlegur eða annarlegur. Ástæðan er tvíþætt. Annars vegar er hún sú
að það er ekki nokkur lifandi leið til að koma sér beint að efninu þegar við
viljum ræða hlutskipti okkar eða örlög, fortíðina, nútíðina, framtíðina, eða
með öðrum orðum, það sem máli skiptir í lífi okkar og tilveru. Hins vegar
er hún sú að við erum hneppt í andlega og efnislega úötra sem við gerum
okkur sjaldnast nokkra ljósa grein fýrir og þurfum að reyna að smokra okkur
úr eftir leiðum ímyndunar og skáldskapar til að geta numið veruleikann.
í rauninni er þetta ein og sama ástæðan. Langoftast sitjum við fyrir framan
sjónvarpsskjáinn í nákvæmlega í sömu stellingum og fangarnir í hellissögu
Platons1, og ímyndum okkur að veruleikinn blasi við og liggi í augum uppi
á skjánum sjálfum. Og vilji einhver benda okkur á að veruleikinn sé ekki í
sjónvarpinu, bregðumst við líklega við með sama hætti og fangarnir: Við
skipum honum að þegja, skjótum á hann köldum athugasemdum og segjum
TMM 1994:2
69