Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Qupperneq 71

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Qupperneq 71
Páll Skúlason Að vera á skilafresti Um heimspeki Jacques Derrida Jacques Derrida er sérfræðingur í heimspekisögu og túlkun heimspeki og skáldskapar. Hann er frjór, afkastamikill og umdeildur höfundur, sem hristir gjarnan upp í hugmyndaheimi lesenda sinna og fær þá til að endurskoða afstöðu sína og viðtekin viðhorf. Iðulega tekst honum að skapa nýtt sjónar- horn á umræðuefnið með því að beina athyglinni að því sem ekki virðist skipta máli og talið er aukaatriði. Segja má að hann beiti þeirri aðferð að koma sér aldrei beint að efninu, heldur óbeint, frá hlið eða skáhallt, sem sagt úr þeirri átt sem viðmælandinn á síst von á. Þar með knýr hann lesendur sína eða hlustendur til að bregðast öðruvísu við en þeir er vanir og líta efnin, sem til umræðu eru, öðrum og opnari augum en áður. Aðferð þessari beitir hann miskunnarlaust í viðtali því sem hér fer á eftir. Þetta kann að virka á menn eins og hann ætli sér af stráksskap, ef ekki hrekkvísi, að rugla menn í ríminu, slá þá út af laginu, koma þeim í opna skjöldu. Og þá gefast sumir upp af einskærri hugsunarleti eða bregðast jafhvel við af hreinræktaðri illkvittni og fullyrða að Derrida sé „óskiljanlegur rugludallur“. Vafalaust má stundum til sanns vegar færa að Derrida ætli sér að rugla menn í ríminu, en ástæðan er samt allt önnur en sú að hann sé að reyna að vera frumlegur eða annarlegur. Ástæðan er tvíþætt. Annars vegar er hún sú að það er ekki nokkur lifandi leið til að koma sér beint að efninu þegar við viljum ræða hlutskipti okkar eða örlög, fortíðina, nútíðina, framtíðina, eða með öðrum orðum, það sem máli skiptir í lífi okkar og tilveru. Hins vegar er hún sú að við erum hneppt í andlega og efnislega úötra sem við gerum okkur sjaldnast nokkra ljósa grein fýrir og þurfum að reyna að smokra okkur úr eftir leiðum ímyndunar og skáldskapar til að geta numið veruleikann. í rauninni er þetta ein og sama ástæðan. Langoftast sitjum við fyrir framan sjónvarpsskjáinn í nákvæmlega í sömu stellingum og fangarnir í hellissögu Platons1, og ímyndum okkur að veruleikinn blasi við og liggi í augum uppi á skjánum sjálfum. Og vilji einhver benda okkur á að veruleikinn sé ekki í sjónvarpinu, bregðumst við líklega við með sama hætti og fangarnir: Við skipum honum að þegja, skjótum á hann köldum athugasemdum og segjum TMM 1994:2 69
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.