Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Side 112

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Side 112
Þarna er ef til vill komin hin ímyndaða raunvera. Raunverustigið sem Lacan talaði eitt sinn um sem hina eiginlegu óskiptu tilveru áður en sjálfið fer inn í hinn sundurgreinandi heim tungu- málsins sem klýfurþað ffá sínum líkam- lega samruna við umhverfið. Þessi myndlíking, þessi tilraun til að hugsa sér samband milli hugveru og umhverfis, er hér ekki aðeins tekin á orðinu, hún er eini möguleiki textans. Textinn hefur verið settur á skrið og í fallinu hittir hann þann eina botn sem er mögulegur: líkamann. Þegar sjálfið hrynur saman þá lendir það á hinum efhislega grunni þar sem sköpunin kviknar. Goðsögurnar og frumsögurnar eru aðeins myndhverf- ingar þess óskynsamlega og þess óskilj- anlega. Þannig rær Ólafur á svipuð mið og Börkur nema að hann kann einfaldlega betur til verka, er sjálfsagt vanari sjó- mennsku og þekkir botninn betur. Texti hans er frá upphafi meðvitaður um hvert hann stefnir og hið margradda form hans megnar einnig að gera við- fangsefninu betri skil, auk þess sem hann er á köflum drepfyndinn. En það er engu að síður greinilegur samhjómur með höfundunum. Þetta er samhljómur sem byggir á því að svo mörg listaverk nútímans, kannski fagurfræði nútímans einnig, finna ekki „botninn“ nema þar sem hugmyndakerfin stoppuðu. Á svæðinu sem hugsunin gat ekki skilið fullkomlega nema að ná taki á því með táknrænum meðölum sem er ómögu- legt að „sanna“ í rannsóknum. Sé hin „eiginlega“ raunvera yfirleitt til þá sé hún þarna, geymd í gleymsku líkamans. Þannig er líkamning tungumálsins um leið örvæntingarfull leit að uppruna, að festu handan við loft hugtakanna sem sjálf hafa engan eiginlegan uppruna lengur nema þann sem er tilbúinn og upphugsaður. Kannski er líka óþarfi að vera svona dramatískur. Kannski er þetta líka bara svo gaman. Það er svo skemmtilegt að gleyma sér í blóðinu og hryllingnum, þar sem ímyndunarafl og sögur alþýðunnar bjuggu áður en hafa nú í æ meira mæli ruðst fram á kostnað hins klassíska. Það er kannski hálf klént, en ef til vill er hið nýja blóð skáldskapar- ins byggt á allt að því perverskri ánægju ímyndunarafls sem helst vill draga upp myndir af sundurslitnum búkum og reistum typpum. Kristján B. Jónasson Menn á borði Kristján Jóhann Jónsson: Patt. (Lesmál s/f 1993) Sá sem segir okkur lesendunum þessa sögu, Úlfar Sigurjónsson, og gefúr út undir annars manns nafni, talar við okk- ur í fyrstu persónu sinni, ég, og lýsir ævi sinni allt frá barnæsku til þess er hann afræður að yfirgefa land sitt fyrir u.þ.b. tuttugu árum. Úlfar segist borinn til þessa heims árið 1949 og sagan hefst á umbrotaárum í þjóðfélaginu er „litli maðurinn“ gat komist í einhverjar álnir og börn hans gengið menntaveginn. Það er snjallt að láta þessa 1. persónu segja söguna og jafnframt leggja út af henni. Það er laukrétt aðferð hér vegna þess að smám saman verður ljóst að ég sögunnar afhjúpar sig frammi fyrir les- andanum og kemur illilega upp um sig; lesandinn sér í gegnum túlkun Úlfars á sinni eigin ævi, greinir lífslygina og öflin að baki. Þannig verður til hyldjúp gjá milli þeirrar persónu sem Úlfar greinir frá og þess aumkunarverða manns sem birtist lesaranum betur og betur er sög- unni vindur fram. Það verður t.d. ákaflega erfitt fyrir lesandann að trúa þessari sjálfsmynd 110 TMM 1994:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.