Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Síða 115

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Síða 115
orðið ógn, jafnvel peðin geta skyndilega orðið stórhættulegar drottningar og hvenær sem er geta menn orðið mát úr launsátri. Því þarf sífellt að vera á varð- bergi, líta vítt yfir, meta stöðuna með jöfnu millibili — og treysta engum: „Ef þú fylgist með því sem er að gerast í kringum þig og sérð þær leikjaraðir sem mestu máli skipta, stenst nánast ekkert fyrir þér. Það kemur auðvitað ekki af sjálfu sér. Sá sem ætlar að hrinda ein- hverju í framkvæmd verður að halda sér í ákveðinni fjarlægð frá því sem hann er að gera. Má alls ekki láta það hafa áhrif á sig, þannig séð, að tilfinningalífið, þitt eigið tilfinningalíf, fari að taka ákvarð- anir fyrir þig. Þá missa allar áætlanir gildi sitt og allt fer til Helvítis eins og skot.“ (bls. 217). Sá sem svo mælir er vitaskuld úrhrak í mannlegu samfélagi og samskiptum. Líkamleg bæklun Úlfars er léttvæg mið- uð við andlegt ástand. Strax í fyrsta kafla bókarinnar birtist heimspeki og heimsmynd Úlfars: „Sjálf- ur get ég sagt eins og Salvador Dali: Skákin, það er ég. Og hvað er „ég“ annað en löngun í einhvers konar vald? Fólk er alltaf að fela eða dulbúa valdafíknina. f skákinni er hún hins vegar forsenda alls sem gerist og er“ (8). Þetta er niðurstaða mannsins sem hefur haft tuttugu ár til að grunda lífshlaup sitt. Niðurstaðan er mannfyrirlitning og réttlæting allra ill- virkjanna í nafni valdsins sem æðsta tak- marks. Skákborðið, sem mönnum er gert að hreyfast um í Patt, er skákborð sem ætti að vera okkur kunnugt. Samfélag okkar hefur þróast með þeim hætti að stund- um hljóta menn óneitanlega að fá á til- finninguna að þeir séu karlar úr tré eða plasti sem ýtt er fram og aftur af öflum sem ekki er auðvelt að sjá við. Hinir á borðinu Vitaskuld væri hægt að setja út á að aðrar persónur bókarinnar fá flestar allstór- karlalegar lýsingar. Hins vegar er aug- ljóst að við verðum að hafa í huga að sá sem lýsir, Úlfar, sér vitaskuld aldrei nein- ar persónur og getur því ekki lýst fólki. Hann sér taflmenn í alls kyns stöðum á hvítum og svörtum reitum og hlýtur því að lýsa fólki sem slíku. Illgjörn, hrædd augu Úlfars eru ekki heppilegur lykill að skilningi á persónunum. Því verður les- andinn að draga ályktanir út frá heldur sparsömum upplýsingum, sjá í gegnum illskuna sem í lýsingunni birtist. Við vit- um hvernig foreldrum Úlfars er lýst. En hvernig eru þeir? Hér koma takmarkan- ir 1. persónu-ffásagnarinnar ffarn. Les- andinn hlýtur að vera á varðbergi. Hversu mikið er að marka þær upplýs- ingar sem Úlfar miðlar um umhverfi sitt, vini og óvini. Patt eða mát Sagan heitir Patt og e.t.v. er það vel til fundið. Hins vegar má léttilega túlka söguna þannig að hún endi með ósigri. I lok sögunnar hrökklast Úlfar út af borðinu. Líta má svo á að Úlfar hafi tapað þótt hann telji sig sjálfur patt. Þeg- ar Úlfar metur stöðuna patt er það ein- faldlega rangt stöðumat. Hann er mát. Patt er þriðja skáldsaga Kristjáns og sú besta til þessa. Hér er okkur sýnt inn í svartnætti helsjúkrar sálar og sannar- lega er hún eftirtektarverð og eftir- minnileg. Sagan er oft á tíðum afar skemmtileg og vekur auk þess spennu. Hún er þó fyrst og ffemst hryllingssaga um það sem gerst getur þegar sjúklegir hugarórar grafa hömlulaust um sig og enginn kemur til hjálpar. Þórður Helgason TMM 1994:2 113
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.