Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Blaðsíða 12
í Danmörku byrjaði ég svo á nýrri ljóðabók ...“
Er þá Kaupmannahöfn borgiti sem hlœr?
„Þar eru kvæði sem eru ort í Kaupmannahöfn og eftir að ég kem heim
þaðan, með nýja útsýn, nýjan veruleika og nýja tilfmningalega veröld sem ég
eignaðist þar. En rauði þráðurinn er úr Reykjavík eins og fyrsta og síðasta
kvæðið benda til.“
En þegar bókin þín kom út varstu orðinn þekktur fyrir blaðaviðtöl. Hvern
hug berðu til þessara samtala núna?
„Góðan hug. Ég er ekkert að lesa þau mikið. Þó tók ég mig til nýlega og
las nokkur samtöl sem ég hafði ekki viljað setja í bók og rifjaði þau upp í
Helgispjalli. Ég tel að það þurfi bæði þrek og einbeitni til að skrifa gott samtal.
Það er ekki nein færibandavinna. Helst á það að vera þannig að viðkomandi
lesi þetta og segi við sjálfan sig: Já, andskoti var þetta gott hjá mér! En þá veist
þú hvað það var sem hann sagði í raun og veru. Hann lagði til hráefnið, en
kokkurinn verður að vera góður. Ég les oft samtöl sem fara rosalega í
taugarnar á mér.“
Þú kennir þér ekki beinlínis um þettaflóð afviðtölum og viðtalsbókum sem
hefur dunið yfir okkur undanfarin ár?
„Nei, ég tel mig ekki bera ábyrgð á þeim hráslagalegu vinnubrögðum sem
ég sé oft í viðtalsbókum. Oft hef ég gefist upp við þær af því ég hef fundið
svo mikla plastlykt af þeim. Vissulega er hægt með yfirgengilegri vinnu að
nota segulband, en það er engin von til þess að viðmælandinn, spyrðillinn,
komi alskapaður af einhverju segulbandi. Því í íslenskri tungu er lengra á
milli talmáls og bókmáls en í flestum öðrum tungum sem ég þekki. Lengsta
leið sem ég veit um er leiðin af vörum eins á blaðið hjá öðrum. Ég ber ekki
ábyrgð á því að menn reyni að stytta sér þessa leið með plasti. Plast er bara
plast. En ég hef séð góða hluti unna af segulbandi, og þeir hafa glatt mig. Það
fólk hefur gert sér grein fyrir því að þetta er hjálpartæki.“
Mér finnst skipta máli að geta horft á viðmælandann meðan hann talar í
stað þess að bogra yfir pappír, geta séð svipbrigði, viðbrögð.
„Já, aðalatriðið er traustið. Án þess ekkert samtal. En ég skrifaði helst
ekkert niður og punktaði sem minnst.
Ég var búinn að gefa út mikið af samtölum og þau voru vinsæl, en mesta
ánægju hafði ég af að skrifa samtöl við fólk sem var ekkert endilega þekkt,
fólk sem átti sterkar rætur í arfleifðinni. Ég skrifaði þessi samtöl oft eins
lýrískt og ég gat, — mér fannst það líkt þessu fólki. Skáldskapurinn fylgdi
því eins og söngur fuglanna í móum og mýrum.“
Hvort heldurðu að muni halda nafniþínu lengurá lofti, Ijóðin eða viðtölin?
„Ég hef haft þær hugmyndir um líf okkar hér á jörðinni að það sé ákaflega
ósennilegt að nafn okkar muni lifa. Til þess þarf meira en einhver samtöl eða
bækur. Við höfum séð hve óskaplega margt hefur glatast, og glatkistan —
öskutunnan! — bíður alveg hreint fagnandi! Ég hef alltaf hugsað um að lifa
lífinu, taka þátt í því, reyna að njóta þess, aðlagast því með mínum sveiflum,
10
TMM 1996:3