Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Blaðsíða 131
aði. Hann sér ekki vonarstjörnuna sem
blikar skærgul handan við norðurljós-
in“.
Hvaða von er þetta? í „Þreytu“ var
enga slíka von að sjá heldur fremur hið
yfirgengilega og óskiljanlega. Þar var
enga stefnu í átt til markmiðs að finna.
En hvaða von er hér á ferð? Mitt í skiln-
ingsleysinu á endalokunum og hvarfi
alls þekkjanlegs skipulags blikar vonar-
stjarna sem Stjörnu Oddi, sjálfur
stjörnuspekingurinn, sér ekki. Hann
hefur nýverið hrokkið upp af vondum
draumi og skyggnist til stjarnanna til að
fullvissa sig um að þær séu ennþá á fest-
ingunni. Hann fyllist gleði yfir því að allt
er sem áður. En nú bregður svo við að
hann lítur ekki upp. Það kemur yfir
hann „þungsinni“. Líkt og svo oft áður í
sögum Gyrðis situr sögumaðurinn eða
höfuðpersónan og tregar það horfna.
Hann er „melankólískur“ ogþví blindur
á annað en það sem veldurþungsinninu.
Líkt og önnur börn Satúrnusar sér hann
ekki vonina. En von um hvað? Um að
rofin tengsl verði aftur bætt? Um að eyð-
ing náttúru og menningar verði affur
tekin? Um að gildi og lífshættir sem ala
á heilindum og lífsfyllingu hætti að
hverfa? Sjálfsagt allt þetta og margt
fleira. En vonin sjálf er of stór til að hægt
sé að setja hana fram á sannfærandi hátt,
hún er sjálf aðþrengd og í kreppu. Og
samt er von. Þessi þrákelknislega og
kannski gamaldags afstaða situr í öll-
um þessum sögum. Ég kvíði mest þeim
degi þegar ekki er lengur hægt að vera
þungsinna. Þegar hvarfið verður orðið
of sjálfsagt til að hægt sé að hafa af því
áhyggjur. Þá mun ekki skipta neinu máli
hvort vonarstjörnur blika eða ekki.
Kristján B. Jónasson
Tærar ljóðmyndir ofnar úr þrá
Ágústína Jónsdóttir: Að baki mánans (1994).
Snjóbirta (1995). Sónata (1995). Fjölvaútgáf-
an.
I
Ágústína Jónsdóttir er skáld sem gefið
hefur út þrjár bækur á síðustu tveimur
árum og eru þær hennar fyrstu útgefnu
verk. Það er sjaldgæft að sjá slíkt upphaf
á ferli höfunda, sérstaklega skáldkvenna,
þótt einstaka fordæmi finnist. Annað
sem athygli vekur er hversu vel er vand-
að til útgáfunnar. Allar eru bækurnar
innbundnar í hvítt band, prentaðar á
kremlitan pappír með brúnu, rauðu og
bláu letri. Fallegar og endingargóðar
kápur prýða þær allar og tvær þær síðari
eru í sérlega skemmtilegu broti. Útgef-
andi fær hrós fyrir þessa vönduðu út-
gáfu sem er sjaldséð þegar ljóðabækur
nýliða eiga í hlut.
Ágústína er fædd árið 1949 og er því
45 ára þegar fyrsta bókin, Að baki mán-
ans, kemur út. Það er tilgáta mín að hún
hafi fengist við ljóða- og textagerð lengi
þótt hún „debúteri“ heldur seint (og
sverji sig þar í ætt við kynsystur sínar
margar) því lítill byrjendabragur er á
ljóðum hennar. Reyndar er kannski ekki
rétt að tala bara um ljóð því þriðja bókin,
Sónata, hefur að geyma stutt prósaverk
sem allt eins má kalla örsögur — eða
„ljóðrænar sögur“ eins og gert er í kápu-
texta.
En þótt bækur Ágústínu séu þrjár
talsins er með sterkum rökum allt eins
hægt að tala um eitt og sama verkið. Það
skal ekki skiljast svo að hún endurtaki
sig í sífellu og sé þannig stöðnuð sem
höfundur rétt þegar hún er að hefja feril
sinn sem slíkur. Heldur á ég við að hver
hinna þriggja bóka er sem hluti af þeim
heimi sem höfundurinn hefur skapað
milli spjalda þeirra allra; skáldskapar-
TMM 1996:3
129