Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Blaðsíða 95

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Blaðsíða 95
Þetta vakir líka fyrir oss og öllum þjóðum, og þessvegna stofna menn alls konar félög: verkmannafélög, búnaðarfélög, fiskveiðafé- lög, verslunarfélög, lestrarfélög, skemmtifélög o.s.frv. Allur þessi félagsskapur er ljós vottur þess, að mönnunum verður lítið ágengt án skipulagsins, hann er tilraunir alþýðu til að fylla skörðin á hinu almenna skipulagi; hann sýnir, að skipulagið er náttúrleg þörf mannsins. Þetta er líka hin réttasta myndun skipulagsins. Á frjáls- um samtökum siðaðra og menntaðra manna á það að byggjast. Það er hugsjón allra menntaðra sósíalista, og það er í rauninni skoðun allra frjálslyndra og félagslyndra manna. Svo hljóðuðu orð Benedikts í Tímariti kaupfélaganna 1896 og ef hann mætti nú líta úr gröf sinni hygg ég að hann myndi sjá að þau voru ekki töluð út í tómið, en festu rætur í hug fólksins og báru ávöxt í verkum manna. Mest hygg ég að myndi gleðja hann að sjá þann vísi að samfélagi mannlegrar samhjálpar og samábyrgðar, sem komist hefur á fót á íslandi, þó að velmeg- unarlýður nútímans telji daglega eftir þann kostnað, sem það hefur í för með sér, og margir virðist vilja færa okkar aftur til þess hamingjuríka tilverustigs þegar hver og einn dróst upp í einrúmi og svalt í einkaframtaksins heilaga nafni. Þess er ekki að dyljast að á okkar dögum er sótt að hugsjónum og hugmyndum Benedikts úr mörgum áttum. Mest hætta er þeim þó búin af innra andvaraleysi og skorti á vilja til að verja það gott sem áunnist hefur. Þegar Benedikt var á dögum var hann öllum öðrum opnari og fúsari að velja úr erlendum menningarstraumum, skáldskap, heimspeki og stjórnmála- kenningum. Að sama skapi var hann uggandi um framtíð íslendinga í iðuróti alþjóðlegs fjármagns og óttaðist völd erlends kapítals í íslensku atvinnulífi. Nú mæna menn vonaraugum til þess sama fjármagns og tala fjálglega um þá blessun er því muni fylgja að renna inn í bandalag hins evrópska stórkap- ítals. Mér þykir oft að bréfkafli, sem Benedikt skrifaði Sigurði í Ystafelli 6. febr. 1903, eigi næsta vel við pólitískar og hugmyndalegar aðstæður á okkar dögum. Hann segir þar: Nú skil ég hvert orð í bréfi þínu, og nú er ég með af öllum hug, því í því er ekki ein einasta hugsun, sem ekki hefir lagt mig í einelti og ofsókt mig á seinustu árum. Og verst er, að gagnvart þessum hugsunum hefi ég ekki hreina eða góða samvisku. Mér er löngu ljóst, að við erum ónýtir verðir þeirra hugsjóna, sem lengi hafa fyrir okkur vakað, og að við slökum og hrökklumst meira og meira undan straumnum. Áður vörðum við félag okkar með Ófeigi, sem hafði mikil áhrif, og sóktum út á við með tímariti kaupfélaganna; reyndum að sá ffækornum í akur þjóðfélagsins. Nú horfum við höggdofa á, að þessum frækornum er traðkað, að þau eru étin af TMM 1996:3 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.