Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Blaðsíða 68

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Blaðsíða 68
Halldór Guðmundsson Ghman við Hamsun Sjálfstætt fólk og Gróður jarðar Og þær spurðu hvernig hún kynni við sig í heiðinni, og hún saug uppí nefið og varaðist að líta upp, og sagði að það væri sosum ósköp frjálst. Sjálfstœtt fólk Halldór Laxness og Knut Hamsun eru snjöllustu prósahöfundar Norður- landa á 20. öld. Þeir voru jafnframt um skeið fulltrúar hvor sinna öfga í stjórnmálaafskiptum skálda á þessari „öld öfganna“ sem breski sagnfræð- ingurinn Eric Hobsbawm hefur kallað svo, og Halldór skrifaði þekktustu skáldsögu sína, Sjálfstætt fólk, sem andsvar við Gróðri jarðar, þeirri sögu sem færði Hamsun Nóbelsverðlaunin árið 1920. Hvort sem okkur líkar betur eða verr, var stórskáldið Hamsun á fjórða áratugnum og allt til loka heimsstyrjaldarinnar maður Hitlers, og Gróður jarðar (Markens grode) var sú bók hans sem nasistar héldu hvað mest upp á — um það má vitna til áróðursmeistarans Alfreds Rosenbergs: „Gróður jarðar er hin mikla hetjukviða hins norræna vilja í eilífri frumgerð sinni".1 Eins verður því ekki á móti mælt að um það leyti sem Halldór Laxness sendir frá sér Sjálfstætt fólk (1934-35) hefur hann tekið eindregna afstöðu með Stalín í alþjóðamálum — bæklingar Stalíns um bændur urðu Halldóri bein- línis innblástur við ritun bókarinnar. Aftur á móti fékkst Sjálfstætt fólk ekki útgefin í Sovétríkjunum á tímum Stalíns fremur en aðrar bækur Halldórs. Þannig studdu þessir orðlistamenn og meistarar íróníunnar um skeið hvor sinn af grimmúðlegustu stjórnmálaleiðtogum aldarinnar — og enda þótt hvorugur þeirra gerðist félagsmaður viðkomandi stjórnmálahreyfinga (Hamsun gekk ekki í norska nasistaflokkinn fremur en Halldór í Kommún- istaflokk íslands) var stuðningur þeirra við pólitísku leiðtogana ótvíræður. Fjarri fer því að þessi pólitíski stuðningur segi allt um lífssýn og hug- myndafræði höfundanna, en báðar þessar skáldsögur voru skrifaðar með ákveðna samfélagssýn í huga. Og þá er eðlilegt að spyrja: Hvaða mynd tekur gerólíkur hugmyndagrundvöllur Halldórs Laxness og Knuts Hamsuns á sig í skáldsögunum sem hér um ræðir, þar sem önnur er beinlínis skrifuð gegn hinni? Hvað er ólíkt með þessum bókum og — þar sem talsvert hefur verið 66 TMM 1996:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.