Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Blaðsíða 71
Halldór Laxness líkti í íyrrnefndum blaðadómi náttúrudýrkun Hamsuns
við Rousseau, en líklega er það einföldun. Það var skýrari samfélagskrítik
fólgin í náttúrusýn Rousseau: Eðlileg skipan hlutanna í náttúrunni verður
gagnrýninn mælikvarði á tilgerð og óeðlilegt skipulag lénsveldisins. Sumir
hugmyndarýnendur hafa líklega bent á það með réttu, að náttúruskilningur
Hamsuns feli fremur í sér dýrkun ofurvalds; persónur hans flýja á vit
náttúrunnar til að láta blint vald hennar staðfesta magnleysi þeirra sjálfra í
mannfélaginu.8 En það er líka hægt að líta svo á að náttúrusýn Hamsuns sé
menningar- fremur en samfélagsgagnrýnin, feli í sér svartsýni um mannlegt
samlíf yfirleitt. í Gróðri jarðar er boðuð dásemd þess að strita einn í faðmi
náttúrunnar; ísak bóndi er á leið burt frá siðmenningunni og býr til sitt eigið
litla samfélag. En hann verður ekki fórnarlamb náttúruaflanna, þvert á móti
tekst landnám hans og hann verður hluti náttúrunnar (eða var hann það
fýrir?). I því felst útópískur boðskapur verksins, og má allt eins túlka sem
menningarbölsýni (kúltúrpessímisma).
X-
Þessi einfaldi boðskapur er þó fjarri því allur sannleikur verksins. Enginn
skyldi rannsaka hugmyndir skáldsögu án þess að líta til ífásagnarháttarins.
Og sögumaður Hamsuns er einsog svo oft áður tvíræður í boðun sinni.
Írónían birtist ekki síst í sjónarhorninu, þar undirstrikar Hamsun fjarlægð-
ina milli sögumanns og aðalpersóna, og fær lesandann til að sjá þær síðar-
nefndu í spaugilegu ljósi. Sé litið úr fjarlægð guðanna á amstur mannanna,
einsog alltaf öðru hverju er reynt í þessari sögu, verður það dálítið hlægilegt.
Sjónarhornið er aðeins annar þáttur frásagnarháttarins, hinn er stíllinn.
Og með stílnum leggur sögumaður áherslu á nánd við lesandann; stíllinn er
sefjandi, á að hrífa mann með sér. Stíllinn er sá rús sem lesandinn getur
vaknað timbraður af daginn eftir, til að halda sér við líkingu Halldórs.
Hamsun átti sér þá ósk að geta hrifið lesandann með stílnum einum án þess
að styðjast við atburði, rétt einsog Flaubert lét hann sig dreyma um að skrifa
skáldsögu um ekki neitt.9 Enda er það hluti af heimsmynd hans að leggja
mikla og litla atburði að jöfnu, sbr. fleyg lokaorð hans í Konerne ved
vandposten: „Smátt og stórt gerist, tönn fer úr munni, maður úr röðinni,
spörfugl til jarðar.“10
í Gróðri jarðar má finna bæði íróníska fjarlægð og stíllega nánd. Eftirfar-
andi stíleinkenni blasa við: 1. Hamsun notar mikið stuttar aðalsetningar, og
vekur þar með tilfinningu um einfalda, einlæga frásögn. 2. Um leið hikar
hann ekki við að nota jöfnum höndum nútíð og þátíð, og gefur þar með
frásögninni tímalausan, nánast goðsögulegan blæ. 3. Hamsun notar óbeina
TMM 1996:3
69