Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Blaðsíða 79

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Blaðsíða 79
Bjartur blindaður af hugmyndafræði sem misst hefur tengsl við veruleikann þótt hugsjónir hennar séu ekki ómerkilegar í sjálfu sér. Þessi blinda verður bóndanum að falli og sveitasælan átti ekki afturkvæmt í íslenskar bókmennt- ir. Sjálfstætt fólk var Gerpla sveitasagnanna. En það var annar kostur við að velja sér sama sögusvið og Hamsun, svið á mörkum siðmenningarinnar. Það gaf miklu meira svigrúm í persónusköp- un. Einsog Halldór orðaði það síðar í Gerska ævintýrinu: „Ofvöxtur per- sónueinkenna á sína paradís í hálfsiðuðum löndum (...) I löndum þar sem siðmenníngin er mjög útbreidd og tiltölulega jafn-útbreidd, ósjaldan á kostnað sjálfrar menníngarinnar, verða menn hver öðrum líkir, og ofvaxin persónueinkenni sjaldgæf svo að almenníngur lítur ósjálfrátt á slíkar mann- gerðir sem kleppsmat og stendur stuggur af þeim. Siðmenníng hefur ekki rúm fyrir hina ópkenndu, ofstækisfullu áherslu sem einstaklíngur siðlítils þjóðfélags leggur í persónu sína, orð og gerðir.“22 Það yndi sem Halldór hefur alltaf haft af „ofvöxnum persónueinkennum“, og sem hafa gagnast honum svo einstaklega vel í persónusköpun hans, skýrir hugsanlega af hverju hann velur skáldsögum sínum helst svið sem annaðhvort landfræðilega eða sögu- lega eru á mörkum siðmenningarinnar. Nútímaborgarmenning, með gjá sinni milli hinnar innri, huglægu reynslu annars vegar og hins ytra, hlutlæga lífs hins vegar, þrengir kosti persónusköpunar eða gerir öllu heldur aðrar kröfur til hennar. Nútímaborgin er, svo vísað sé til bandaríska fræðimanns- ins Richards Sennetts, hönnuð til þess að draga úr muni milli manna og hindra birtingu innra lífs þeirra.23 Þetta er í raun sama hugsun og Halldór orðar að ofan. Svið Hamsuns hlaut að freista hans líka af þessum sökum; vel kann að vera að Reykjavík, líkt og bandaríski lesandinn sagði um New York, sé full af mönnum einsog Bjarti, en þeir fengju aldrei notið sín þar til góðs eða ills. Sögusvið borgarinnar krefst annars konar persónusköpunar, þar gæti Bjartur ekki leikið nema aukahlutverk. Hinn höfuðstyrkur verksins, við hlið persónusköpunarinnar, er fólginn í tungumáli þess. Það er ótrúlega fjölbreytt og mörgum orðum og orðtökum hefur þessi bók gefið langa lífdaga. Höfundur „hefur þar viðað að sér orðum úr öllum áttum, t.d. mállýskuorðum hvaðanæva af landinu“, og þau setja litríkan svip sinn á allan söguheiminn.24 Orðin lifa í munni Bjarts, en líka hjá Hallberu gömlu sem lætur allt yfir sig ganga, og hjá sögumanni sjálfum. Samræðulist Halldórs nær hér nýjum hæðum, til dæmis þegar Bjartur er að semja um jarðarför Rósu („ég vil ekki hafa neitt helvítis hland eftir mína konu“, s. 126), eða í frægum samræðum gangnamanna. Ekki er frítt við að TMM 1996:3 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.