Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Blaðsíða 17
mínum til að yrkja um hann. En ég held að ég hafi samt gert mér grein íyrir
því, þegar ég var að gefa út Borgin hló, að þetta var nýstárlegt, og það kom
líka í ljós. Annaðhvort líkaði mönnum þetta eða þeim líkaði það ekki. Einn
gagnrýnandi sagði að þetta væri eins og skrifstofustúlka í Vesturbænum væri
að yrkja. En ég stæltist bara við gagnrýnina.11
Enda komu Hólmgönguljóð nœst (1960) og þar er tvisvar talab um karl-
mannslim — „við . . . týnum hórgefnum limi í einverunni“ stendur á einum
stað og á öðrum gleypir kona lim mannsins „eins oggráðugur steinbítskjaftur“.
Sennilega er þetta í fyrsta skipti í íslenskri Ijóðagerð afþessu tagi — þ.e.a.s.
Ijóðum sem ekki eru klámfengin — semþessi líkamshluti er nefndur. Og ísömu
bók er þessi fullkomlega óvœnta setning: „ ... meðan við erum önnum kafnir
við aðfœra konur vina okkar úr buxunum“. Það hefur ekki verið nefntaðþessi
Ijóð væru eftir skrifstofustúlku í Vesturbænum?
„Nei, Hólmgönguljóð þóttu nýstárlegur skáldskapur og hálfgerð bylting.
Djarfur flokkur. Menn sættu sig miklu betur við hann en Borgin hló. Kannski
af því þeir sáu að það þýddi ekkert að aga atómskáldið, hann var þarna bara,
líklega var hann kommi svona innst inni, allavega byltingarmaður! Ég komst
upp með þetta, líka erótíkina, enda var ég að vísa í Óðin og ástir hans.
Ég leit misjöfnum augum á ástina og samband karls og konu því ég
upplifði það ungur að faðir minn fór að heiman vegna annarrar konu. Á
þeim árum var umhverfið pískrandi heilagleiki, og slíkur viðburður var
yfirnáttúrlegt álag á barn. Hann jafngilti dauða. Ef ég ætti að svara því hvað
hefði haft mest áhrif í þá átt að ég varð skáld þá tel ég að það hafi verið þessi
þjáning. Maður var aleinn og hjálparlaus andspænis hrikalegum ragnarök-
um. En svo kemur tíminn og vinnur úr þessu með manni og þetta er eins og
stórfljót sem fellur í fossum og flúðum, hvítnar og skellur á klettum og
steinum en rennur svo síðasta spölinn lygnt og hægt að ósi. Faðir minn kom
aftur heim og foreldrar mínir áttu fallegt haustkvöld saman.
Það er off talað um karl og konu en ég held að réttara sé að tala um konu
og karldýr.“
,Árfinn er rótlítið blóm, og fykur“
Hver er ávarpaður íHólmgönguljóðum?„Þú ertvitiguðs ágömlumfreknóttum
himni“? Hver ert „þú“? Er það alltaf sá sami?
,,„Þú“ er hér ópersónulegt fornafn — „maður“—þetta er enginn einstak-
ur heldur maðurinn, sálin.“
Við göngum ígegnum þróun ífyrri hluta flokksins — hugsaðirðu þér hann
sem einhvers konar þróunarsögu mannkynsins?
„Nei, en þróunarsögu mannsins, einstaklingsins sem lifir lífinu, upplifir
sjálfan sig, umhverfi sitt, arfleifð sína.“
TMM 1996:3
15