Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Blaðsíða 85
Sveinn Skorri Höskuldsson
Boðberi mannlegrar samábyrgðar
Erindi flutt í Safnalmsinu á Húsavík 28. janúar 1996 á 150 ára
afmæli Benedikts á Auðnum
Ætli þörf mannsins fyrir að segja sögur sé ekki ein birtingarmynd draums
hans um að stíga yfir allar takmarkanir sínar og þar með sjálfan dauðann.
Skáldsögupersóna hefur með nokkrum hætti öðlast eilíft líf sem okkur
dauðlegum mönnum er fyrirmunað.
Það er ekki aðeins að líf okkar sé frá upphafi dauðanum merkt heldur eru
og verk okkar gleymskunni dæmd. Yfir tilvist okkar allri vofir sú bráða
bölvan foreyðslunnar sem Bólu-Hjálmar kvað um. Um skammæi og fallvalt-
leik mannlegs lífs sem og fánýti mannlegrar viðleitni hafa skáld ort á öllum
öldum.
Bókfellið velkist, og stafirnir fyrnast og fúna,
fellur í gleymsku það orð sem er lifandi núna,
legsteinninn springur, og letur hans máist í vindum,
losnar og raknar sá hnútur sem traustast vér bindum.
Með þeim orðum lauk Jón Helgason kvæði sínu „I Árnasafni". Einar Bene-
diktsson horfðist í augu við sama vanda í kvæði sínu „Kvöld í Róm“:
Mást skal lína og litur, steinn skal eyðast,
listarneistinn í þeim skal ei deyðast.
Perlan ódauðlega í hugans hafi
hefjast skal af rústum þjóða og landa.
Komi hel og kasti mold og grafi,
kvistist lífsins tré á dauðans arin,
sökkvi jarðarknörr í myrka marinn,
myndasmíðar andans skulu standa.
Eins og við heyrum er Einar rómantískur hughyggjumaður. Þó að efnisheim-
urinn og mannanna verk eins og Rómarríki séu dauðanum merkt trúir hann
á gildi og eilíft líf hins andlega: Listarneistann, perluna ódauðlegu í hugans
hafi og myndasmíðar andans.
Því hefur mér í upphafi máls orðið svo tíðrætt um fallvaltleik og fánýti,
varanleik og von um sígildi að þær hugsanir urðu mér áleitnar þegar ég tók
TMM 1996:3
83