Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Blaðsíða 75

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Blaðsíða 75
* * * Það var þessum boðskap, þessum fagurgala um lífíð til sveita, sem Halldór vildi andmæla með Sjálfstæðu fólki. Um það tekur hann af öll tvímæli í eftirmála annarrar útgáfu verksins árið 1952: Því hefur verið haldið fram að Sjálfstætt fólk væri að nokkru leyti stælt eftir Hamsun, Markens gröde. Það er að því leyti rétt sem hér er spurt sömu spurnínga og í Markens gröde, — þó svarið sé að vísu þveröfugt við svar Hamsuns. Ég er ekki að segja að allar þjóðfélagsniðurstöður — eða aðrar — í Sjálfstæðu fólki séu réttar, en sinn þátt í samníngu bókarinnar átti sú vissa mín að þjóðfélags- legar niðurstöður Hamsuns í Markens gröde væru yfirleitt rángar.14 Halldór hafði reyndar lengi ætlað að skrifa bók um bændaspursmálið. Hann var ekki nema sautján ára þegar hann skrifaði smásögu um Þórð í Kálfakoti og fékk birta í Berlingske Tidende; mitt í bernskum og uppskrúfuðum hugarheimi þeirrar sögu glittir í stef sem Halldór notaði síðar. Áður hafði hann sent frá sér Barn náttúrunnar, sveitasæluróman sem er undir sterkum áhrifum frá Rousseau og þó kannski enn frekar Hamsun, án gagnrýnins viðhorfs. Snemma á þriðja áratugnum skrifaði hann drög að nýrri bænda- sögu og nefndi Salt jarðar, en þau eru glötuð. Hér á eftir skal höfð uppi kenning um það hvers vegna heimsborgarinn Halldór vildi endilega skrifa sögu um bændur í afskekktri íslenskri byggð, en auðveldara er þó að gera sér grein fýrir hvers vegna það tókst ekki — lengi vel. Halldór hafði einfaldlega ekki fundið sjónarhorn, grunn að standa á þegar hann virti fyrir sér sveita- lífið. Því eins og gagnrýni hans á Hamsun sýnir var honum snemma ljóst að hann ætlaði ekki að skrifa eins og norski meistarinn. Og hann ætlaði heldur ekki að skrifa ádeilusögu um vonda presta í anda íslensks natúralisma. Hann varð að finna sína eigin leið. I næstu tilraun, uppkastinu Heiðinni sem Halldór skrifaði undir lok Ameríkudvalar sinnar 1929, er byrjað að móta fyrir þeirri leið. Hvað varð til þess að skýra sjónarhornið? Öðru fremur eflaust nánari kynni Halldórs af viðfangsefninu, sem hann öðlaðist meðal annars með ferð sinni um Austfirði undir árslok 1926. Heimsókn sinni á afskekkt kot sem mun hafa verið Sænautasel lýsti hann í grein árið 1927 (síðar á bók í Dagleið á fjöllum undir heitinu Skammdegisnótt á Jökuldalsheiði), og einsog oft hefur verið bent á má þar bæði finna gömlu konuna með mjólkurílöngunina og bóndann sem tekur velferð sauðfjárins fram yfir langanir fólksins á bænum, og gengur hvort tveggja aftur í Sjálfstæðu fólki. Frásögnin frá Jökuldalsheiði var hluti af greinaflokki Halldórs í Alþýðublaðinu vorið 1927 er nefndist Raflýsing TMM 1996:3 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.