Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Blaðsíða 19
heitri ást. Jafnvel náttúran smitast af mannfólkinu — eins ogþegar „hvílubráð
sólin leggst undir jökul“.
„Það finnst mér góð lýsing!“
Hvernig hugsarðu heiti bókarinnar?
„Ég var við landbúnaðarstörf í Bretlandi átján ára, og þegar ég kom heim
kynntist ég Hönnu. Hún átti svo mikið af þessu landi okkar. Ég hafði kynnst
því á sjó, í vegavinnu, á síld, en ég náði því aldrei í fókus fyrr en ég kynntist
henni. Hún færði mér þessa grónu sveitamenningu sem hún var alin upp
við. Þótt ég væri reykvískur strákur alinn upp við hernám og í bröggum og
annað þvíumlíkt, þá var ég alltaf móttækilegur fyrir arfleifð okkar, og það
skerptist rækilega við kynni okkar Hönnu. Við giftum okkur 1953, en það
var ekki fyrr en löngu síðar sem ég orti Jörð úr œgi, því að ég var þá enn að
dunda við þessar æfingar sem dugðu ekki.
Hanna kom með landið til mín og ég hætti að greina milli hennar og
tilfmningarinnar fyrir landinu. Jörð úr ægi er vísun í Völuspá þegar sagt er
að þeir eignist nýja jörð, hún rís upp. Það er þessi nýja jörð sem ég hef eignast
með ást minni á þessari stúlku. Hún kom hlaupandi með öll öræfin og allt
landið upp í fangið á mér. Jörð úr œgi er um það.“
Húmor og rím
Þegarþú ert ögrandi og óvœnturþá virkarþað oft á mann semfyndni, eins og
þegar gamli maðurinn segir um konuna stna t „Hversdagsljóðum“: „Ég vœri
löngu búinn að drepa hana, / ef ég væri ekki svona myrkfœlinn. “ Hvaða
hlutverki gegnir húmor í Ijóðum?
„Sama og í lífmu sjálfur. Húmorlaust líf er ömurlegt. En það er ekki sama
hvar fyndni á sér stað. Hún á sinn tíma. Það er ekki hægt að vera fyndinn í
ljóði bara til að vera fyndinn. Eins og í lífinu sjálfu heitir það aulafyndni og
er ekki eftirsóknarvert í skáldskap. Húmor verður að vera hluti af alvörunni,
bregða ljósi á eitthvað sem er alvarlegt. Hann verður að vera annaðhvort
sólin sem kallar fram skuggana eða skugginn sem verður til af sólinni. Það
er ekkert ömurlegra til en þegar menn eru að reyna að vera fyndnir og eru
það ekki.“
Á stöku stað í Jörð úr ægi bresturðu í rím og stuðla, og Vor úr vetri sem kom
1963 er öll hefðbundin. Um hvað er hún?
„Hún er viðbrögð við ferðum mínum um landið og þeirri ógnvænlegu
veröld sem grúfði yfir okkur þegar hún var ort. Þetta er bók sprottin úr kalda
stríðinu en í íslensku umhverfi. „Ó þessi nótt með hroll í hverju spori /
helgrindaköld með engan svip af vori“ segir þar, en í lokin „rís fold úr mar
með sól er stendur kyr“. Þetta eru andstæðurnar von og ógn. Þessi bók er
ekki ort í fínum ljóðrænum sonnettum heldur með hráslagalegum hætti,
TMM 1996:3
17