Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Síða 19

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Síða 19
heitri ást. Jafnvel náttúran smitast af mannfólkinu — eins ogþegar „hvílubráð sólin leggst undir jökul“. „Það finnst mér góð lýsing!“ Hvernig hugsarðu heiti bókarinnar? „Ég var við landbúnaðarstörf í Bretlandi átján ára, og þegar ég kom heim kynntist ég Hönnu. Hún átti svo mikið af þessu landi okkar. Ég hafði kynnst því á sjó, í vegavinnu, á síld, en ég náði því aldrei í fókus fyrr en ég kynntist henni. Hún færði mér þessa grónu sveitamenningu sem hún var alin upp við. Þótt ég væri reykvískur strákur alinn upp við hernám og í bröggum og annað þvíumlíkt, þá var ég alltaf móttækilegur fyrir arfleifð okkar, og það skerptist rækilega við kynni okkar Hönnu. Við giftum okkur 1953, en það var ekki fyrr en löngu síðar sem ég orti Jörð úr œgi, því að ég var þá enn að dunda við þessar æfingar sem dugðu ekki. Hanna kom með landið til mín og ég hætti að greina milli hennar og tilfmningarinnar fyrir landinu. Jörð úr ægi er vísun í Völuspá þegar sagt er að þeir eignist nýja jörð, hún rís upp. Það er þessi nýja jörð sem ég hef eignast með ást minni á þessari stúlku. Hún kom hlaupandi með öll öræfin og allt landið upp í fangið á mér. Jörð úr œgi er um það.“ Húmor og rím Þegarþú ert ögrandi og óvœnturþá virkarþað oft á mann semfyndni, eins og þegar gamli maðurinn segir um konuna stna t „Hversdagsljóðum“: „Ég vœri löngu búinn að drepa hana, / ef ég væri ekki svona myrkfœlinn. “ Hvaða hlutverki gegnir húmor í Ijóðum? „Sama og í lífmu sjálfur. Húmorlaust líf er ömurlegt. En það er ekki sama hvar fyndni á sér stað. Hún á sinn tíma. Það er ekki hægt að vera fyndinn í ljóði bara til að vera fyndinn. Eins og í lífinu sjálfu heitir það aulafyndni og er ekki eftirsóknarvert í skáldskap. Húmor verður að vera hluti af alvörunni, bregða ljósi á eitthvað sem er alvarlegt. Hann verður að vera annaðhvort sólin sem kallar fram skuggana eða skugginn sem verður til af sólinni. Það er ekkert ömurlegra til en þegar menn eru að reyna að vera fyndnir og eru það ekki.“ Á stöku stað í Jörð úr ægi bresturðu í rím og stuðla, og Vor úr vetri sem kom 1963 er öll hefðbundin. Um hvað er hún? „Hún er viðbrögð við ferðum mínum um landið og þeirri ógnvænlegu veröld sem grúfði yfir okkur þegar hún var ort. Þetta er bók sprottin úr kalda stríðinu en í íslensku umhverfi. „Ó þessi nótt með hroll í hverju spori / helgrindaköld með engan svip af vori“ segir þar, en í lokin „rís fold úr mar með sól er stendur kyr“. Þetta eru andstæðurnar von og ógn. Þessi bók er ekki ort í fínum ljóðrænum sonnettum heldur með hráslagalegum hætti, TMM 1996:3 17
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.