Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Blaðsíða 9
á auga enda skalf jörð um nóttina en hún svaf vært í aftursætinu.
Það lýsir okkur báðum vel, öræfabarninu og borgarstráknum.
Hanna og Matthías eiga tvo syni sem heita nöfnum feðra þeirra, Haraldur
og Ingólfur.
Sósíalt fyrirbrigði
Nokkuð kvíðvænlegt var að vinna viðtal við mann sem kannski er ennþá
þekktari fyrir viðtöl sín en önnur verk. Þegar hann sá litla upptökutækið,
ómissandi gleymnum blaðamönnum í hraða nútímans, sagði hann í óspurð-
um fréttum að hann hefði aldrei notað slíkt tæki. Öll viðtöl sín hefði hann
handskrifað, og aldrei skrifað þau sjaldnar en þrisvar. Víst er að eftirfarandi
samtal hefði orðið allmiklu styttra ef þau vinnubrögð hefðu verið notuð. Við
hittumst þrisvar heima hjá spyrli og töluðum saman í þrjá klukkutíma í hvert
skipti. Á fyrsta fundi drakk ritstjórinn svo mikið kaffi að stór hitakanna var
í skyndi keypt á heimilið. Á næsta fundi þáði hann aðeins einn bolla, svo að
fjárfestingin varð vafasöm; en á lokafundinum kom nýja kannan sem betur
fór að góðum notum. Og það skorti ekki umræðuefnin. „Mér fínnst að þú
opnir poka og fiðrið fer bara út um allt!“ sagði hann einu sinni, en í rauninni
tókst prýðilega að halda sig við ljóðagerðina og láta ljóðabækur Matthíasar
ráða ferðinni. En með hugann við erfitt val sem von Humboldt-styrkþeginn
hlýtur að hafa staðið frammi fyrir þegar kallið kom að heiman spurði ég
fyrst:
Hefurðu séð eftir þessu vali?
„Ég held ekki að það hefði orðið mér til góðs að lifa einskonar klausturlífi
í fámennum hóp. Ég hef í mér svo sterka tilhneigingu til að loka mig af og
vera sjálfum mér nægur. Blaðamennskan gerði það að verkum að ég varð
sósíalt fyrirbrigði og fékk alls konar strauma inn í mig. Bæði varð ég farvegur
fyrir þessa strauma og gat fyllt geyminn af áhrifunum. Innan við andlega
klausturveggi hefði ég einangrast og týnt tengslum við þjóðfélagið. Það var
uppörvandi að taka við svona starfi, og ég hef grætt á því á mjög margan
hátt. En því er ekki að leyna að stundum hefur það farið í taugarnar á mér
og stundum hef ég fengið svo sterkt ofnæmi fyrir umhverfi mínu að mér
hefur liðið illa. Og það kom fyrir að ég þurfti að taka á öllu mínu til þess að
horfast í augu við þessa krefjandi samtíð og gífurlega þrýsting sem var á
ritstjóra Morgunblaðsins öllum stundum. Úr þessu hef ég þurft að vinna, og
ég held að það hafi passað mér betur en ef ég hefði orðið doktor í Grími
Thomsen og lokast inni í slíkri veröld."
Ég finn einstöku sinnum í Ijóðutn þínum fyrir fyrirlitningu skáldsins á
ritstjóranum, — til dæmis segir í Hólmgönguljóðum:
TMM 1996:3
7