Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Blaðsíða 52
Páll Valsson
Dýrðardæmi Abrahams
Grátittlingur Jónasar Hallgrímssonar
I
Vorið 1843 kemur út í Kaupmannahöfn 6. árgangur tímaritsins Fjölnis, en
af ýmsum ástæðum hafði útgáfan legið niðri um hríð. Næsta hefti á undan,
5. árgangur, hafði komið út árið 1839, „samið og kostað af Tómasi Sæmund-
arsyni“ eins og segir á titilsíðu. Aðaldriffjöðurin í endurlífgun tímaritsins er
Jónas Hallgrímsson, sem haustið 1842 hafði komið til Hafnar á ný eftir 3 ára
vist á íslandi. Jónas á jafnframt langmestan hlut í efni tímaritsins, m.a. alls
16 kvæði, frumort og þýdd, og birti hann aldrei, hvorki íyrr né síðar,
jafnmörg kvæði í einu lagi og þarna. Meðal þeirra eru mörg af hans bestu
kvæðum, t.d. Alþing hið nýja, Söknuður, Ásta, erfikvæðin eftir Bjarna
Thorarensen, Stefán Pálsson og Þorstein Helgason, þýðingarnar á Dagrún-
arharmi og Meyjargráti eftir Schiller og Álfareið Heines, svo nokkur séu
nefnd. í Fjölni 1843 birtist einnig kvæði Jónasar, Grátittlingurinn, sem er
meginefni þessara hugleiðinga.
Ungur var eg og ungir
austan utn haf á hausti
laufvindar blésu Ijúfir
lék eg mér þá að stráum.
En hretið kom að hvetja
harða menn í bylsetmu,
Þá sat eg enn þá inni
alldapur á kvenpalli.
Nú var trippið hún Toppa,
tetur á annan vetur,
fegursta hross í haga,
og hrúturinn tninti úti.
Þetta var allt, sem átti
ungur drengur, og lengi
kvöldið þetta hið kalda
kveið eg þau bceði deyði.
50
TMM 1996:3