Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Blaðsíða 34
Skilaboð skáldskapar eru skáldskapur
Árstíðaferð um innri mann (1992) erfalleg bók en þunglyndisleg.
„Já, í þessari bók er farið að örla á því að skrifarinn er farinn að merkja
haustið. En ekki þannig að hann sé eitthvað dapur yfir því. Þú sérð í þessari
bók fögnuð sem er tengdur ástinni. Það er hægt að upplifa ástina aftur og
aftur og ekkert síður að hausti en vori, vegna þess að það er svo margt í
náttúrunni sem kemur í ljós á haustin — sem við sjáum ekki alltaf. Það er
ekki dauðabeygur í þessari bók heldur vitund, grunur eins og grunur trésins
um að það hausti og tréð býr sig undir það. En skáld verða að vera sígræn
eins og lerkið. Þau geta ekki verið eins og birkið. Mér fmnst það auðvelt.
Þegar ég var ungur hugsaði ég mikið um dauðann. Þegar ég hef elst hugsa
ég mikið um lífið. Ég held að sú hugsun sé í þessari ferð um innri mann, af
því það er engin uppgjöf í þessari bók. Hún er framhald af Flýgur örn yfir
sem er ferð um umhverfi mitt og gleði sem það veitir.“
Þjóðhátíðarárið 1994 kom út Ijóðabókin Om vindheim vide frumútgefin á
norsku í þýðingu Knuts Ödegárds, en var svo í ár felld inn í nýju bókina á
frummálinu. Sama ár kom út á íslensku bókin Land mitt ogjörð sem hefst á
miklum Ijóðabálki, „Að vökunnar mildandi ljósi“. Hvaða boðskap flytur þessi
bók á þjóðhátíðarári til landa þinna?
„Þessi bók er flæðandi óður um land og náttúru, arfleifð okkar. Þessi bók
er mikill fögnuður.“
En hver eru skilaboðin í henni?
„Skilaboðin. Þú vilt fá skilaboðin? Skilaboðin í þessari bók eru nýtt form
sem lagaði sig að hugsun minni þegar ég orti hana. Ég hafði aldrei ort í
þessum breiða hálfþrósa, og skilaboðin voru fögnuður yfir því að ég hefði
enn hugmyndaflug og tilhlökkun í mér til að geta ort í þessum hætti í
framhaldi af Jörð úr œgi. Boðskapurinn er um ljóðlistina sjálfa.
Land mitt ogjörð er náttúrulega framhald af bókinni um Jónas. En hún
er ekki boðskapur um Jónas heldur minnir hún á að Jónas og Eggert eru á
næstu grösum. Hún er full af innrætingu Jónasar, en hún er fýrst og fremst
spuni inn í samtíð sem hefúr gefið mér svo mikið og sem mig langar til að
skila einhverju til baka. Samtal við þjóðlífið, fortíð og nútíð og þessa gleði...
Ég er alltaf að reyna að forðast að nota orðið þjóðernissinni, ég er nefnilega
svo djöfull mikill þjóðernissinni, en ég þori ekki að nefha þetta orð. Það er
forréttindastaða að vera íslenskt skáld.“
Nýja bókin þín heitir Vötn þín ogvœngur (1996), en þráttfyrirljóðræntnafn
er í henni einhver heimsendastemning. Tókum fyrsta Ijóðið, „Minningu um
Valhúsahœð“, sem hefst á þessu erindi:
Hundshrœ liggur hugmynd mannsins
og rotnar við sorphauga hverfulla
daga en tennurnar hvítar perlur,
á Valhúsahceð er verið að krossfesta mann
32
TMM 1996:3